Grafið undan starfsgetu Fiskistofu

Rík­is­end­ur­skoð­un skil­aði Al­þingi skýrslu um flutn­ing rík­is­starf­semi milli lands­hluta. Um flutn­ing Fiski­stofu seg­ir að „litl­um tíma hafi ver­ið var­ið til und­ir­bún­ings sem var að ýmsu leyti ábóta­vant“.

Grafið undan starfsgetu Fiskistofu

Skýr markmið um bætta þjónustu, aukna skilvirkni, hagkvæmni og mælanlegan árangur ættu að vera ófrávíkjanleg skilyrði þegar hugað er að flutningi ríkisstofnana. Óásættanlegt er að líta aðeins til dreifingar opinberra starfa. 

Þetta er mat Ríkisendurskoðunar að því er fram kemur í skýrslu sem hún skilaði Alþingi í dag. Þar er fjallað um ákvarðanatöku, undirbúning og framkvæmd flutninga fimm ríkisstofnana á milli landshluta á árunum 1999-2007 en jafnframt vikið stuttlega að flutningi Fiskistofu á yfirstandandi kjörtímabili. 

Í kaflanum um flutning Fiskistofu er vísað til álits umboðsmanns Alþingis um málið og dregin sú ályktun „að litlum tíma hafi verið varið til undirbúnings sem var að ýmsu leyti ábótavant“. Bent er á að umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingagjöf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til starfsmanna Fiskistofu um fyrirhugaðan flutning höfuðstöðvanna hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár