Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar“

Net­verj­ar nota myllu­merk­ið #all­ir­gráta til að benda á skað­lega karl­mennsku.

„Græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar“

Nemendur á kynjafræðiþingi framhaldskólanna bjuggu í dag til myllumerkið ‪#‎allirgráta‬ til þess að hefja hreyfingu sem bendir á skaðlega karlmennsku í daglega lífinu. Nú þegar hafa fjölmargir tekið þátt, meðal annars Halldór Halldórsson grínisti, Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu og tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson. „Ég hef átt VW Golf, Chrysler, Dodge, Subaru, Kia og ég hef grátið í þeim öllum,“ skrifar Halldór. „Ég er að gráta þarna. Hágráta meira að segja,“ segir Máni og deilir mynd af sér í faðmlögum við annan karlmann á fótboltavellinum. „Tveir þættir sem fá mig til að væta kinnarnar. Ég græt í næstum öllum flugum og græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar,“ segir Gauti. 

Skaðlegar karlmennskuhugmyndir

Breski grínistinn Josh Thomas er á meðal þeirra sem hefur vakið athygli á málinu. Hann velti því fyrir sér hvers vegna þrefalt fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur, því í rauninni hafa karlar það betur en konur. „Þú færð hærri laun. Þú færð karlkyns forréttindi. Feðraveldið er á þinni hlið og þú ferð ekki á túr,“ sagði hann meðal annars. Hann telur ástæðuna liggja viðteknum karlmennskuhugmyndum. 

„Fram til átta eða níu ára aldurs gráta strákar jafn mikið og stelpur. Síðan er þeim kennt að hætta.“

„Fram til átta eða níu ára aldurs gráta strákar jafn mikið og stelpur. Síðan er þeim kennt að hætta. Þeir mega það ekki lengur,“ segir Thomans. „Óttinn við að virðast veikburða, kvenlegur eða hommalegur kemur í veg fyrir að karlmenn tala um tilfinningar sínar. Og síðan drepa þeir sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu