Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gerandi gengur laus í langflestum tilkynntum barnaníðsmálum

Séu töl­ur um til­kynnt kyn­ferð­is­brota­mál gegn börn­um born­ar sam­an við sak­fell­ing­ar­hlut­fall rík­is­sak­sókn­ara er ljóst að með­al­tali er að­eins sak­fellt í fimmt­ung slíkra mála.

Gerandi gengur laus í langflestum tilkynntum barnaníðsmálum

Ljóst er, séu tölur um tilkynnt kynferðisbrotamál gegn börnum í ársskýrslu ríkislögreglustjóra bornar saman við tölur ríkissaksóknara í sama málaflokki, að langfæst slík mál enda með dómi. Að meðaltali er aðeins sakfellt í ríflega tuttugu prósent slíkra mála á Íslandi. Meðfylgjandi tölur voru fengnar með því að bera saman afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra á árunum 2001 til 2011 við ársskýrslu ríkissaksóknara á sama tímabili. Um er að ræða mál er varða við 200. til 202. og 204. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla á einn eða annan hátt um kynferðisbrot gegn börnum. Barnaklámsmál eru ekki inn í þeim tölum.

Mál Hildar Bjarkar Margrétardóttur er aðeins eitt af fjölmörgum slíkum málum en hún sagði sögu sína í viðtali við Stundina á dögunum. Brotið var á henni í æsku en meintur gerandi hennar gengur laus. Hún kærði málið aðeins 17 ára en málið var látið falla niður þar sem um var að ræða orð gegn orði.

Nokkra varnagla þarf að setja við tölurnar. Árið 2007 var samræðisaldur hækkaður úr 14 ára í 15 ára. Það kann að skýra að hluta aukinn fjölda tilkynntra mála á árunum eftir það. Sifjaspellsmál eru talin með í þessum tölum en í slíkum málum er samræðisaldur hærri. Miðað er við 16 ára aldur hafi foreldri kynferðismök við barn sitt. Þá er miðað við 18 ára aldur ef þeim sem fremur brotið „hefur verið trúað fyrir kennslu eða uppeldi“ fórnarlambs. Einnig er miðað við 18 ára aldur hafi gerandi tælt þolanda með blekkingum eða gjöfum. Því er ljóst að þolendur í málunum geta hafa verið mjög misgamlir þegar brotin áttu sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár