Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frambjóðendur Heimdallar fóru með rangt mál í fjölmiðlum

Bæði Al­bert Guð­munds­son, ný­kjör­inn formað­ur Heimdall­ar, og mót­fram­bjóð­andi hans, Hörð­ur Guð­munds­son, full­yrtu að þeir hefðu ekki boð­ið mennta­skóla­nem­um bjór. Skjá­skot af Face­book sýna fram á ann­að.

Frambjóðendur Heimdallar fóru með rangt mál í fjölmiðlum
Opinn bar Mynd úr veislu Harðar.

Ekki verður betur séð en báðir frambjóðendur til kosninga Heimdallar hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum í síðustu viku. Svo fór að framboðið sem Albert Guðmundsson leiddi sigraði með 312 atkvæðum meðan framboð Harðar Guðmundssonar hlaut 306 atkvæði. Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag neituðu báðir frambjóðendur því staðfastlega að framboð þeirra hefðu sent skilaboð til framhaldsskólanema þar sem boðið var upp á bjór í skiptum fyrir atkvæði. Hvorugur kannaðist við að hafa boðið framhaldskólanemendum áfengi. Bæði skjáskot af stöðufærslum og myndum á Facebook sýna að frambjóðendur fóru ekki með rétt mál.

Misskilningur og skortur á samskiptum

Annars vegar hefur Stundin undir höndum skjáskot af stöðuuppfærslu þar sem meðframbjóðandi Alberts, Steinar Ingi Kolbeins, býður nemendum Menntaskólans við Sund bjór í skiptum fyrir atkvæði. „Okkur vantar aðstoð allra tiltækra MSinga núna og viljum í staðinn bjóða öllum MSingum í að mæta saman upp í kosningamiðstöð (Ármúla 4) á morgun kl. 17 í frían hamborgara og bjór, förum saman upp í Valhöll, kjósum listann hans Alberts og komum svo aftur upp í kosningamiðstöð og þá er MS kosningapartý með yfirdrifið nóg af fríum bjór eins lengi og við viljum,“ segir meðal annars í færslu Steinars Inga.

Skjáskot
Skjáskot Hér má sjá stöðufærslu Steinars Inga Kolbeins.
 

Í samtali við Stundina segir Albert að misskilningur og skortur á samskiptum hafi orðið til þess að Steinar Ingi hafi farið fram með þessa stöðuuppfærslu. „Við vissum af þessu og þetta var vissulega misskilningur sem hafði gerst á milli okkar,“ segir Albert. Hann segist þó ekki hafa blekkt fjölmiðla þar sem hann hafi ekki vitað af stöðufærslu meðframbjóðanda síns. „Það voru einhver mistök og hugsunarleysi hjá þeim að setja þetta í status. Það var engin áætlun um það að draga fólk og hella það fullt á þriðjudegi,“ segir Albert.

Ræðumaður Ísland býður bjór

Það er þó ljóst að mikið magn áfengis var keypt fyrir veislu framboðs Alberts sem haldin var helgina fyrir kosningar. „Bjórinn var að detta í hús. Þetta er rosa mikill bjór en ég er sannfærð um að við klárum hann,“ skrifaði Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, nýkjörinn varaformaður Heimdallar, á viðburðarsíðu framboðs síns síðasta föstudag. Óvíst er hvort gestir í þeirri veislu hafi verið undir lögaldri.

Nýkjörinn formaður
Nýkjörinn formaður Albert Guðmundsson er formaður Heimdallar.
 

Fyrrnefnt skjáskot af stöðufærslu Steinars Inga Kolbeins sýnir þó skýrt að framboð hans smalaði nemum Menntaskólans við Sund með loforði um bjór í skiptum fyrir atkvæði. Þess má geta að Steinar Ingi hefur keppt fyrir hönd skólans í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, og var hann valinn ræðumaður Íslands fyrr á þessu ári.  

Í samtali við Stundina í síðust viku viðurkenndi Albert fúslega að boðið hefði verið upp á áfengi í sinni kosningarmiðstöð. Hann þvertók þó fyrir að menntaskólanemendum hafi verið boðið upp á áfengi. Hann sagði að lögreglan hefði mætt í veisluna til að kanna hvort menntaskólanemendum væri boðið upp á bjór.

Nóg af bjór
Nóg af bjór Hér má sjá Albert Guðmundsson, nýkjörinn formann Heimdallar, bera bjórkassa.
 

DV greindi frá því síðasta miðvikudag að móðir 16 ára drengs hefði tilkynnt lögreglu að sonur sinn hafi fengið boð um að kjósa og fá svo bjór frá öðru framboðinu. DV birti tölvupóst sem Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri Menntaskólans við Sund, sendi á foreldra vegna málsins: „Eitthvað hefur borið á því að hringt hafi verið í nemendur MS vegna kosninga [Heimdallar] sem eru í kvöld. Ég hef talað við nemendafélagið og ítrekað að það sé ekki í boði fyrir nemendur á vegum SMS að nota aðstöðu sína til að smala í kosningu hjá SUS (15-35 ára mega greiða atkvæði). Ekki er vitað með vissu hverjir voru að hringja út en því miður virðast skilaboðin hafa snúist um að bjór sé í boði á staðnum, ég er búinn að hafa samband við SUS varðandi þetta. Þeir fullyrða að allt verði gert til að tryggja að allt fari löglega fram í kvöld.“

„Náttúrulega veitingar í boði“

Hvað hitt framboðið varðar sýna fjölmargar myndir úr veislu í kosningarmiðstöð þess að umtalsvert magn áfengis var á boðstólum. Myndirnar sýna enn fremur minnst þrjár stúlkur undir lögaldri hafa áfengi um hönd. Á einni mynd má sjá Hörð sjálfan með bjór í hönd en hann er ekki orðinn tvítugur. Rétt er að taka fram að myndirnar eru úr veislu sem haldin var helgina fyrir kosningar en ekki sjálfan kosningadaginn. Það breytir þó ekki því að Hörður fullyrti í viðtali við Morgunblaðið að hans framboð hafi ekki boðið menntaskólanemendum upp á bjór.

Hörður Guðmundsson
Hörður Guðmundsson Frambjóðandinn er í bláu peysunni. Hann er ekki orðin tvítugur.
 

Líkt og fyrr segir fullyrti Hörður að sitt framboð hafi ekki boðið menntaskólanemum bjór. „Við vorum ekki með neitt þannig í gangi. Þetta á ekki að snúast um að gefa menntaskólakrökkum áfengi og ég held að báðir einstaklingar hafi vandað sig mjög við þetta. Það voru náttúrulega veitingar í boði á mismunandi stöðum en ég held að báðir aðilar hafi passað upp á það að það væri ekki áfengi í boði fyrir fólk undir lögaldri. [...] Þeir menntaskólakrakkar sem komu að þessu mín megin voru aðallega krakkar á lokaári Verslunarskólans og á fyrstu árunum í háskóla. En það var ekki sérlega mikið okkar megin, að gefa bjór,“ er haft eftir Herði í frétt Morgunblaðsins. Myndir úr veislunni segja þó allt aðra sögu en ekki verður betur séð en það hafi verið opin bar í veislunni. Minnst þrjár 18 ára menntaskólastúlkur eru merktar inn á myndirnar – taggaðar - með ýmist bjór eða hvítvín um hönd.

Í stuttu samtali við Stundina sagðist Hörður ekki hafa tíma til að svara spurningum þar sem hann væri í hádegisverði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár