Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frambjóðendur Heimdallar fóru með rangt mál í fjölmiðlum

Bæði Al­bert Guð­munds­son, ný­kjör­inn formað­ur Heimdall­ar, og mót­fram­bjóð­andi hans, Hörð­ur Guð­munds­son, full­yrtu að þeir hefðu ekki boð­ið mennta­skóla­nem­um bjór. Skjá­skot af Face­book sýna fram á ann­að.

Frambjóðendur Heimdallar fóru með rangt mál í fjölmiðlum
Opinn bar Mynd úr veislu Harðar.

Ekki verður betur séð en báðir frambjóðendur til kosninga Heimdallar hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum í síðustu viku. Svo fór að framboðið sem Albert Guðmundsson leiddi sigraði með 312 atkvæðum meðan framboð Harðar Guðmundssonar hlaut 306 atkvæði. Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag neituðu báðir frambjóðendur því staðfastlega að framboð þeirra hefðu sent skilaboð til framhaldsskólanema þar sem boðið var upp á bjór í skiptum fyrir atkvæði. Hvorugur kannaðist við að hafa boðið framhaldskólanemendum áfengi. Bæði skjáskot af stöðufærslum og myndum á Facebook sýna að frambjóðendur fóru ekki með rétt mál.

Misskilningur og skortur á samskiptum

Annars vegar hefur Stundin undir höndum skjáskot af stöðuuppfærslu þar sem meðframbjóðandi Alberts, Steinar Ingi Kolbeins, býður nemendum Menntaskólans við Sund bjór í skiptum fyrir atkvæði. „Okkur vantar aðstoð allra tiltækra MSinga núna og viljum í staðinn bjóða öllum MSingum í að mæta saman upp í kosningamiðstöð (Ármúla 4) á morgun kl. 17 í frían hamborgara og bjór, förum saman upp í Valhöll, kjósum listann hans Alberts og komum svo aftur upp í kosningamiðstöð og þá er MS kosningapartý með yfirdrifið nóg af fríum bjór eins lengi og við viljum,“ segir meðal annars í færslu Steinars Inga.

Skjáskot
Skjáskot Hér má sjá stöðufærslu Steinars Inga Kolbeins.
 

Í samtali við Stundina segir Albert að misskilningur og skortur á samskiptum hafi orðið til þess að Steinar Ingi hafi farið fram með þessa stöðuuppfærslu. „Við vissum af þessu og þetta var vissulega misskilningur sem hafði gerst á milli okkar,“ segir Albert. Hann segist þó ekki hafa blekkt fjölmiðla þar sem hann hafi ekki vitað af stöðufærslu meðframbjóðanda síns. „Það voru einhver mistök og hugsunarleysi hjá þeim að setja þetta í status. Það var engin áætlun um það að draga fólk og hella það fullt á þriðjudegi,“ segir Albert.

Ræðumaður Ísland býður bjór

Það er þó ljóst að mikið magn áfengis var keypt fyrir veislu framboðs Alberts sem haldin var helgina fyrir kosningar. „Bjórinn var að detta í hús. Þetta er rosa mikill bjór en ég er sannfærð um að við klárum hann,“ skrifaði Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, nýkjörinn varaformaður Heimdallar, á viðburðarsíðu framboðs síns síðasta föstudag. Óvíst er hvort gestir í þeirri veislu hafi verið undir lögaldri.

Nýkjörinn formaður
Nýkjörinn formaður Albert Guðmundsson er formaður Heimdallar.
 

Fyrrnefnt skjáskot af stöðufærslu Steinars Inga Kolbeins sýnir þó skýrt að framboð hans smalaði nemum Menntaskólans við Sund með loforði um bjór í skiptum fyrir atkvæði. Þess má geta að Steinar Ingi hefur keppt fyrir hönd skólans í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, og var hann valinn ræðumaður Íslands fyrr á þessu ári.  

Í samtali við Stundina í síðust viku viðurkenndi Albert fúslega að boðið hefði verið upp á áfengi í sinni kosningarmiðstöð. Hann þvertók þó fyrir að menntaskólanemendum hafi verið boðið upp á áfengi. Hann sagði að lögreglan hefði mætt í veisluna til að kanna hvort menntaskólanemendum væri boðið upp á bjór.

Nóg af bjór
Nóg af bjór Hér má sjá Albert Guðmundsson, nýkjörinn formann Heimdallar, bera bjórkassa.
 

DV greindi frá því síðasta miðvikudag að móðir 16 ára drengs hefði tilkynnt lögreglu að sonur sinn hafi fengið boð um að kjósa og fá svo bjór frá öðru framboðinu. DV birti tölvupóst sem Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri Menntaskólans við Sund, sendi á foreldra vegna málsins: „Eitthvað hefur borið á því að hringt hafi verið í nemendur MS vegna kosninga [Heimdallar] sem eru í kvöld. Ég hef talað við nemendafélagið og ítrekað að það sé ekki í boði fyrir nemendur á vegum SMS að nota aðstöðu sína til að smala í kosningu hjá SUS (15-35 ára mega greiða atkvæði). Ekki er vitað með vissu hverjir voru að hringja út en því miður virðast skilaboðin hafa snúist um að bjór sé í boði á staðnum, ég er búinn að hafa samband við SUS varðandi þetta. Þeir fullyrða að allt verði gert til að tryggja að allt fari löglega fram í kvöld.“

„Náttúrulega veitingar í boði“

Hvað hitt framboðið varðar sýna fjölmargar myndir úr veislu í kosningarmiðstöð þess að umtalsvert magn áfengis var á boðstólum. Myndirnar sýna enn fremur minnst þrjár stúlkur undir lögaldri hafa áfengi um hönd. Á einni mynd má sjá Hörð sjálfan með bjór í hönd en hann er ekki orðinn tvítugur. Rétt er að taka fram að myndirnar eru úr veislu sem haldin var helgina fyrir kosningar en ekki sjálfan kosningadaginn. Það breytir þó ekki því að Hörður fullyrti í viðtali við Morgunblaðið að hans framboð hafi ekki boðið menntaskólanemendum upp á bjór.

Hörður Guðmundsson
Hörður Guðmundsson Frambjóðandinn er í bláu peysunni. Hann er ekki orðin tvítugur.
 

Líkt og fyrr segir fullyrti Hörður að sitt framboð hafi ekki boðið menntaskólanemum bjór. „Við vorum ekki með neitt þannig í gangi. Þetta á ekki að snúast um að gefa menntaskólakrökkum áfengi og ég held að báðir einstaklingar hafi vandað sig mjög við þetta. Það voru náttúrulega veitingar í boði á mismunandi stöðum en ég held að báðir aðilar hafi passað upp á það að það væri ekki áfengi í boði fyrir fólk undir lögaldri. [...] Þeir menntaskólakrakkar sem komu að þessu mín megin voru aðallega krakkar á lokaári Verslunarskólans og á fyrstu árunum í háskóla. En það var ekki sérlega mikið okkar megin, að gefa bjór,“ er haft eftir Herði í frétt Morgunblaðsins. Myndir úr veislunni segja þó allt aðra sögu en ekki verður betur séð en það hafi verið opin bar í veislunni. Minnst þrjár 18 ára menntaskólastúlkur eru merktar inn á myndirnar – taggaðar - með ýmist bjór eða hvítvín um hönd.

Í stuttu samtali við Stundina sagðist Hörður ekki hafa tíma til að svara spurningum þar sem hann væri í hádegisverði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár