Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forseti aldrei hafnað tillögu forsætisráðherra um þingrof

Pró­fess­or í stjórn­skip­un­ar­rétti seg­ir for­seta hafa stig­ið með af­ger­andi hætti inn á póli­tísk­an vett­vang í dag með því að hafna til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Hann hafi tek­ið að sér að verða „gæslu­mað­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar“.

Forseti aldrei hafnað tillögu forsætisráðherra um þingrof

Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa tekið sér það hlutverk að vera „gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ með því að passa upp á að vilji meirihluta þingsins liggi fyrir áður en hann samþykkir beiðni forsætisráðherra um þingrof. „Mér sýnist svo að forseti taki sér það hlutverk að gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof, eins og hann bera hana fram. Það er í meira lagi óvenjulegt og ég held það hæfi ekki almennilega að vísa til sögunnar í þessu sambandi vegna þess að, eins og ég hef nefnt hér fyrr, þá er búið að breyta stjórnskipan okkar þannig að þingið sjálft getur tekist á við afleiðingar þess ef forsætisráðherra gengur fram gegn vilja meirihluta þingsins. Þannig að þótt að þing yrði rofið þá myndi þingið sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram hjá forsætisráðherra,“ sagði Björg í viðtali við RÚV í hádeginu. 

Hún sagði jafnfram að forseti hafi með þessu stigið með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. „Ég þekki ekki dæmi þess að forseti hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað tillögu forsætisráðherra um þingrof,“ segir Björg. 

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sagði jafnframt að Ólafur Ragnar hafi tekið rétta ákvörðun með því að hafna beiðni Sigmundar Davíðs, því hann hafi ekki vitað hug Bjarna Benediktssonar í málinu. „Mér finnst illskiljanlegt, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, að Sigmundur hafi tekið þessa miklu áhættu að segjast á Facebook fyrir framan alþjóð að hann sé að fara til Bessastaða að rjúfa þing, eins og hann segir það, og ætlast svo til þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti til tuttugu ára, muni segja já og amen.“      

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár