Við fyrstu sýn virðist Leikskólinn Ösp í Breiðholti vera eins og hver annar leikskóli. Á hverjum degi mæta um sextíu börn í skólann, spennt fyrir því að læra nýja hluti og leika sér með jafningjum. Leikskólinn Ösp sker sig hins vegar frá öðrum leikskólum að einu leyti - áttatíu prósent nemenda talar annað tungumál en íslensku og um 36 prósent starfsmanna eru af erlendu bergi brotnir. Börn og starfsmenn við skólann eru af alls 16 þjóðernum, en tvennt bindur þau saman í daglegu starfi - fordómaleysi og vinátta.
Mesti fjölmenningarleikskóli landsins er Leikskólinn Ösp í Breiðholti. Börnin leika sér saman óháð þjóðerni, trú og húðlit.
Princess Mía og Jasmin Nafn: Princess Mía
Aldur: 5 ára
Upprunaland: Filippseyjar
Uppáhalds matur: Kartöflumús og fiskur
Nafn: Jasmin
Aldur: 5 ára
Upprunaland: Ísland
Uppáhalds matur: Spaghettí og slaufupasta
Skemmtilegast að gera saman: Leika í mömmó og barbí.
Mynd: Kristinn Magnússon
Fábio og Adrian Nafn: Fábio
Aldur: 5 ára
Upprunaland:
Portúgal /Ísland
Uppáhalds matur: Fisk, hamborgara og allt
Nafn: Adrian
Aldur: 5 ára
Upprunaland: Pólland
Uppáhalds matur: Pizza
Skemmtilegast að gera saman: Leika í krókódílaleik
Mynd: Kristinn Magnússon
Mynd: Kristinn Magnússon
Athugasemdir