Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Til­vilj­un réði því að leik­stjór­inn Grím­ur Há­kon­ar­son valdi Bárð­ar­dal í Suð­ur-Þing­eyj­ar­sýslu sem tökustað fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd sína, Hrút­ar. Dal­ur­inn reynd­ist vera full­ur af hæfi­leika­fólki og -skepn­um með nef fyr­ir góðu bíói. Leik­stjór­inn skoð­aði ljós­mynd­ir af tökustað og rifj­aði upp sög­ur af fólk­inu sem setti svip á hans per­són­leg­asta verks til þessa.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Í fyrsta sinn í 68 ára sögu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes vann íslensk kvikmynd til verðlauna í gær. Kvikmyndin Hrútar vann í flokki Un Certain Regard, sem er fyrir nýliða sem hafa sýnt frumleika og hugrekki. Alls voru 20 kvikmyndir tilnefndar í flokknum en 4.000 myndir sóttu um að komast að. Einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd í fullri lengd verið tilnefnd í þessum flokki, Sódóma Reykjavík árið 1993.

Cannes er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims og heimsþekktir leikstjórar á borð við Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen eru á meðal þeirra sem hafa sýnt myndirnar sínar í Un Certain Regard. Þá hafa þau Sólveig Anspach og Dagur Kári fengið tilnefningar fyrir myndir sem voru unnar í samvinnu við erlenda aðila, Stormviðri og Voksne Mennesker.

Leikstjóri Hrúta, Grímur Hákonarson, hefur starfað við kvikmyndagerð í tæpa tvo áratugi. Sumarlandið var fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Hún kom út árið 2010. Áður hafði hann gert stuttmyndirnar Slavek the Shit og Bræðrabyltu og heimildarmyndirnar Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Hvellur.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræður sem búa hlið við hlið í afskekktum dal fyrir norðan. Bræðurnir, Gummi og Kiddi, hafa ekki talast við í fjörtíu ár en deila sama landi auk þess sem fjárstofn þeirra þykir einn sá besti í landinu, enda hafa þeir bræður verið margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Örvænting grípur um sig á meðal bænda þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og yfirvöld ákveða að slátra sauðfé til að spyrna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa allt sem þeim er kærast og grípa til sinna ráða.

Tilviljun réði því að Grímur valdi Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu sem tökustað fyrir Hrúta. Dalurinn reyndist vera fullur af hæfileikafólki og -skepnum með nef fyrir góðu bíói. Leikstjórinn skoðaði ljósmyndir af tökustað og rifjaði upp sögur af fólkinu sem setti svip á hans persónlegasta verks til þessa.

Leikstjórinn
Leikstjórinn Grímur Hákonarson segir Hrúta sitt persónulegasta verk til þessa.

„Hrútar er mjög persónuleg mynd fyrir mig og það er mikil sál í henni. Ætli ég hafi ekki í raun gert hana fyrir mömmu og afa. Ég var sjálfur í sveit í Flóanum, en báðir foreldrar mínir eru þaðan. Ég er borgarbarn en mér finnst ég hafa ákveðið innsæi þegar kemur að sveitinni. Það eru margar senur í myndinni sem byggja á minni eigin upplifun í æsku. Í einni senunni er Gummi að klippa á sér neglurnar með skærum. Ég man eftir afa þar sem hann sat í stofunni, að horfa á RÚV, með risaskæri og langar neglur sem hann var að klippa. Ég hef kynnst svona körlum eins og bræðrunum Kidda og Gumma, sem búa einir hvor á sínum bænum og talast ekki við. Hrútar er mynd um hverfandi lifnaðarhætti og þessa karaktera sem eru að deyja út.“

Guðrún á Mýri
Guðrún á Mýri Hafði aldrei leikið áður en hljóp í skarðið og gerði það með prýði.

„Fyrir um tveimur árum var ég búinn að keyra í nokkra daga, vítt og breitt um landið, í leit að tökustað. Ég var við það að gefast upp, því ég hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig bæir bræðranna Kidda og Gumma ættu að líta út. Svo kom ég að Bárðardal og fékk strax góða tilfinningu. Þegar ég sá Bólstað og Mýri, vissi ég að þetta væru bæirnir. Ég bankaði upp á á Mýri, mjög stressaður. Guðrún bauð mér inn og áður en ég vissi af var ég kominn í hrókasamræður að borða silung. Guðrún og Tryggvi, maðurinn hennar, eru gestrisnasta fólk sem ég hef hitt. Guðrún hljóp líka í skarðið sem leikkona. Guðrún hafði aldrei leikið en skilaði sínu vel.“

Óli á Bjarnastöðum
Óli á Bjarnastöðum Kenndi leikstjóranum alla frasana.

„Ég sá Óla á Bjarnastöðum fyrst í sjónvarpsfrétt um snjóþyngsli í Bárðardal og sá strax að hann var skemmtilegur karakter. Þegar ég frétti að hann gæti leikið bauð ég honum hlutverk eins bændanna. En hann gerði svo margt fleira en að leika og var nánast fastráðinn hjá okkur meðan á tökum stóð. Hann var meðal annars staðgengill fyrir Sigga, aðstoðaði við leikmyndina og hjálpaði til með kindurnar. Hann hjálpaði mér líka að kafa ofan í bændamenninguna, meðal annars með því að kenna mér alla þessa frasa sem bændur nota og enginn skilur nema þeir.“

Brói úr Reykjardal
Brói úr Reykjardal Datt inn á síðustu stundu og reyndist náttúrutalent.

„Daginn áður en við fórum í tökur forfallaðist sá sem átti að fara með þriðja stærsta hlutverk myndar­innar, hlutverk hreppstjórans. Brói er úr Reykjadal og ég hafði einu sinni séð hann á sveitaleiksýningu. Ég hafði augastað á honum svo ég hafði beðið hann að láta sér vaxa skegg, þótt ég hafi ekki vitað hvaða hlutverk hann ætti að fá. Brói er sveitamaður og ber það með sér, bæði í útliti og atgervi, og hann reyndist vera algjört náttúrutalent. Við vorum heppnir að hann skyldi vera þarna þegar við lentum í þessu. Ég hef dálítið gaman af því að velja týpur sem passa í hlut­verkin og eru sjálfar karakterinn sem þeir eru að leika. Hann er þannig.“

Maggi á Kiðagili
Maggi á Kiðagili Viskubrunnur og dýraþjálfari.

„Eins og með svo marga aðra kom Maggi inn fyrir tilviljun en reyndist algjör lykilmaður. Hann rekur gistiheimilið að Kiðagili með konunni sinni, Sigurlínu. Við kynntumst honum strax í undirbúningi myndarinnar því við gistum hjá þeim. Hann varð okkar helsti tengiliður við aðra íbúa í dalnum. Þar voru allir jákvæðir og þessi andi í sveitinni skilar sér vel í myndina. Okkur leið öllum vel þarna. En fyrir utan að vera tengiliður held ég að Maggi eigi svona tíu kredit í myndinni. Hann var stunt-maður, viskubrunnur, vísaði okkur á réttu staðina fyrir tökur, vann í leikmyndinni og svo bregður honum líka fyrir sem leikara. Síðast en ekki síst hafði hann hlutverk dýraþjálfara og sá algjörlega um að þjálfa kindurnar.“

Kindurnar á Halldórsstöðum
Kindurnar á Halldórsstöðum Meira að segja kindurnar duttu í karakter.

„Við lögðum mikla vinnu í að „kasta“ fyrir hlutverk kindanna og hrútanna. Útlitið var mikilvægt, því Hrútar fjalla um einstakan fjárstofn, en það var ekki síður mikilvægt að finna fé með rétta skapgerð. Við fórum á nokkra bæi og fundum misstyggar kindur. En á Halldórsstöðum, hjá Beggu og Ingvari, fundum við leikarana okkar. Kindurnar þar eru gæfar eins og hundar og Begga er algjör kinda-whisperer. Ég hafði kviðið því hvernig við ættum að leysa flóknar kindasenur, en þær reyndust ekkert vandamál. Kindurnar á Halldórsstöðum fóru meira að segja stundum í karakter. Ég sagði aksjón og þá fóru þær bara að leika.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár