Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölmargir Íslendingar féllu fyrir falskri viðvörun um innbrotsþjófa

Hita­veitu­menn­irn­ir sem var­að var við á Face­book og á vef­síðu á net­inu eru ekki raun­veru­leg­ir inn­brots­þjóf­ar. 1.700 Ís­lend­ing­ar hafa deilt við­vör­un og marg­ir tek­ið hana al­var­lega.

Fjölmargir Íslendingar féllu fyrir falskri viðvörun um innbrotsþjófa
Varað við innbrotsþjófum Margir trúðu því að um raunverulega innbrotsþjófa væri að ræða. Mynd: Facebook

Fjölmargir Íslendingar hafa síðustu tvo daga deilt viðvörun um innbrotsþjófa sem dulbúa sig sem starfsmenn frá hitaveitunni til þess að fá aðgang að heimilum fólks. Mynd af mönnunum tveimur er deilt með viðvöruninni:

„AÐVÖRUN þessir tveir aðilar eru að banka uppá hjá fólki og biðja um að lesa af hitaveitu mælunum ALLS EKKI HLEYPA ÞEIM INN þeir eru ekki frá hitaveitunni endilega að deila !!!!!“

Aðvöruninni hefur verið deilt 1.700 sinnum á Facebook og hefur samhljóða frétt verið birt á vefnum Menn.is, þar sem Reykvíkingar varaðir við því að hleypa þeim inn til sín.

Mennirnir tveir eru hins vegar ekki innbrotsþjófar, heldur aðalpersónurnar í kvikmyndinni Home Alone, eða Aleinn heima, sem var sýnd í Sjónvarpinu síðastliðið laugardagskvöld. 

Undrast trúgirni fólks

ViðvöruninÞröstur Njáls varaði við innbrotsþjófum sem þættust vera frá hitaveitunni.

Viðvörunin var upphaflega birt í gríni á Facebook-síðu Þrastar Njáls. Þröstur hafði horft á Home alone í Ríkissjónvarpinu kvöldið áður og í kjölfarið ákveðið að skrifa grínfærslu á Facebook. 

Hann undraðist viðbrögðin. „Vá, var að fara yfir allar þessar deilingar og fólk er greinilega ekki að fatta að þetta er the wet bandits úr Home alone,“ segir hann undir færslunni.

Engu að síður hefur fólk haldið áfram að deila viðvöruninni bæði á Facebook og svo munnlega.

Þá birti vefsíðan Menn.is viðvörunina og myndina „til varúðar“ og fékk yfir 1.600 deilingar á fréttina.

Frétt um innbrotsþjófanaVefurinn Menn.is birti frétt um innbrotsþjófana og varaði við því að hleypa þeim inn. Ekki kemur fram að um upplogna frétt sé að ræða, en fréttin er sú vinsælasta hjá vefnum.

Falskar fréttir breyta lýðræðinu

Falskar fréttir á Facebook hafa verið mikið í umræðunni frá því að þær höfðu áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Mánuðina fyrir kosningar var meiri virkni (e. engagement) við deilingar á fölskum fréttum um Hillary Clinton og Donald Trump en deilingar viðurkenndra fréttamiðla. Meðal fimm vinsælustu fölsku fréttanna á Facebook var að Wikileaks hefði birt gögn sem sýndu að Hillary Clinton hefði selt vopn til ISIS, að Frans páfi hefði lýst yfir stuðningi við Donald Trump og að alríkislögreglumaður sem kom að lekanum á gögnum úr tölvupóstum Hillary Clinton hefði fundist látinn við grunsamlegar aðstæður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár