Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Rit­stjórn Knúz.is sendi op­ið bréf til rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Benda á að þo­lend­ur þurfi auk­inn stuðn­ing og að for­varn­ir þurfi að bein­ast að gerend­um. Stund­in sendi spurn­ing­arn­ar á ráðu­neyt­in. Ein­ung­is eitt svar­aði.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Ritstjórn femíníska vefritsins Knúz.is birti í gærmorgun opið bréf til ríkisstjórnar Íslands. Um er að ræða ellefu spurningar sem ýmist beinast að ríkisstjórninni allri eða einstaka ráðherrum og varða aðgerðir til að stemma stigu við kynferðislegu ofbeldi. Tilefnið er Beauty tips-byltingin svokallaða, þar sem fjöldi kvenna steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerendur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðarlegt samfélagslegt mein sem full ástæða er að vinna bug á,“ segir meðal annars í bréfinu. 

Spurningarnar sem ritstjórn Knúz.is sendi ríkisstjórninni:

 

1. Hyggst ríkisstjórnin grípa til sérstakra aðgerða vegna frásagna kvenna af kynferðisofbeldi?

2. Munu stofnanir, grasrótarsamtök eða önnur sjálfboðaliðasamtök fá aukafjárveitingar til að aðstoða konur til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis?

3. Munu ráðuneytin beita sér fyrir því að rannsakað verði hvað veldur því að í okkar samfélagi og menningu verði svo mikill fjöldi kvenna fyrir nauðgun eða annarri misnotkun eða áreiti af hálfu karla?

4. Mun velferðarráðherra tryggja að heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir taki tillit til kvenna sem glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis og bjóði upp á úrræði fyrir þær?

5. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir því að kynjafræði verði sjálfstæð skyldugrein á öllum skólastigum?

6. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir sérstökum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, með áherslu á áhrif klámvæðingar?

7. Hefur verið gerð rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum kynferðisofbeldis? Ef ekki, stefnir fjármálaráðherra á að láta gera slíka rannsókn?

8. Eru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar af hálfu innanríkisráðherra um réttarbætur í þágu þolenda kynferðisofbeldis?

9. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir eflingu kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar?

10. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir fjölgun kvenkyns dómara og fræðslu fyrir dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?

11. Mun forsætisráðherra, sem höfuð ríkisstjórnarinnar, veita ráðherrum sínum hvatningu og stuðning til að hrinda ofantöldum verkefnum í framkvæmd?

 

Átak í nafni þjóðaröryggis

Erla Guðrún Gísladóttir er í ritstjórn Knúz.is. Hún segir tilgang bréfsins fyrst og fremst vera að fá samfélagið til að taka á málinu. Stafræna byltingin, þar sem konur sögðu sögur sínar undir merkjunum #þöggun og #konurtala, hafi sýnt fram á umfang vandans. „Það sem er hins vegar einkennandi fyrir þennan málaflokk er að hann er afsíðis. Konur segja frá, en svo gerist ekkert meira. En fólk vill breytingar. Það vill réttlæti. Það vill uppræta þetta. Við hljótum að geta skapað samfélag þar sem við erum ekki að nauðga. Eða áreita,“ segir Erla Guðrún í samtali við Stundina. Hún segir mikilvægt að fá skýr svör frá ríkisstjórninni og ráðherrum um hvað þau ætli að gera í málaflokknum í kjölfar byltingarinnar. „Konur segja frá, en hvað svo? Hver á að taka við þessum sögum?“ spyr hún. 

Í bréfinu segist ritstjórnin vona að ríkisstjórnin takist af myndugleik á við það verkefni sem hugrakkar konur hafi fengið henni á hendur. „Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og verður ekki leystur af einstaklingum eða frjálsum félagasamtökum einum. Það er ljóst að mikið verk er óunnið og réttast væri að hrinda af stað sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis, þar sem aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi og aðstoða þá sem þegar hafa orðið fyrir því verða kynntar,“ segir í lok bréfsins til ríkisstjórnarinnar. 

Þurfum að skoða gerendurna

Líkt og endurspeglast í bréfinu er vandamálið afar víðtækt og snertir á flestum flötum samfélagins. Spurningunni sem er beint að velferðarráðherra varðar úrræði heilbrigðisstofnana, menntamálaráðherra er spurður út í forvarnir gegn kynferðisofbeldi, innanríkisráðherra er spurður út í réttarbætur í þágu þolenda og forsætisráðherra er spurður hvort hann muni styðja framkvæmd verkefnanna. „Þetta snertir á svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár