Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Rit­stjórn Knúz.is sendi op­ið bréf til rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Benda á að þo­lend­ur þurfi auk­inn stuðn­ing og að for­varn­ir þurfi að bein­ast að gerend­um. Stund­in sendi spurn­ing­arn­ar á ráðu­neyt­in. Ein­ung­is eitt svar­aði.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Ritstjórn femíníska vefritsins Knúz.is birti í gærmorgun opið bréf til ríkisstjórnar Íslands. Um er að ræða ellefu spurningar sem ýmist beinast að ríkisstjórninni allri eða einstaka ráðherrum og varða aðgerðir til að stemma stigu við kynferðislegu ofbeldi. Tilefnið er Beauty tips-byltingin svokallaða, þar sem fjöldi kvenna steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerendur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðarlegt samfélagslegt mein sem full ástæða er að vinna bug á,“ segir meðal annars í bréfinu. 

Spurningarnar sem ritstjórn Knúz.is sendi ríkisstjórninni:

 

1. Hyggst ríkisstjórnin grípa til sérstakra aðgerða vegna frásagna kvenna af kynferðisofbeldi?

2. Munu stofnanir, grasrótarsamtök eða önnur sjálfboðaliðasamtök fá aukafjárveitingar til að aðstoða konur til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis?

3. Munu ráðuneytin beita sér fyrir því að rannsakað verði hvað veldur því að í okkar samfélagi og menningu verði svo mikill fjöldi kvenna fyrir nauðgun eða annarri misnotkun eða áreiti af hálfu karla?

4. Mun velferðarráðherra tryggja að heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir taki tillit til kvenna sem glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis og bjóði upp á úrræði fyrir þær?

5. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir því að kynjafræði verði sjálfstæð skyldugrein á öllum skólastigum?

6. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir sérstökum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, með áherslu á áhrif klámvæðingar?

7. Hefur verið gerð rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum kynferðisofbeldis? Ef ekki, stefnir fjármálaráðherra á að láta gera slíka rannsókn?

8. Eru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar af hálfu innanríkisráðherra um réttarbætur í þágu þolenda kynferðisofbeldis?

9. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir eflingu kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar?

10. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir fjölgun kvenkyns dómara og fræðslu fyrir dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?

11. Mun forsætisráðherra, sem höfuð ríkisstjórnarinnar, veita ráðherrum sínum hvatningu og stuðning til að hrinda ofantöldum verkefnum í framkvæmd?

 

Átak í nafni þjóðaröryggis

Erla Guðrún Gísladóttir er í ritstjórn Knúz.is. Hún segir tilgang bréfsins fyrst og fremst vera að fá samfélagið til að taka á málinu. Stafræna byltingin, þar sem konur sögðu sögur sínar undir merkjunum #þöggun og #konurtala, hafi sýnt fram á umfang vandans. „Það sem er hins vegar einkennandi fyrir þennan málaflokk er að hann er afsíðis. Konur segja frá, en svo gerist ekkert meira. En fólk vill breytingar. Það vill réttlæti. Það vill uppræta þetta. Við hljótum að geta skapað samfélag þar sem við erum ekki að nauðga. Eða áreita,“ segir Erla Guðrún í samtali við Stundina. Hún segir mikilvægt að fá skýr svör frá ríkisstjórninni og ráðherrum um hvað þau ætli að gera í málaflokknum í kjölfar byltingarinnar. „Konur segja frá, en hvað svo? Hver á að taka við þessum sögum?“ spyr hún. 

Í bréfinu segist ritstjórnin vona að ríkisstjórnin takist af myndugleik á við það verkefni sem hugrakkar konur hafi fengið henni á hendur. „Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og verður ekki leystur af einstaklingum eða frjálsum félagasamtökum einum. Það er ljóst að mikið verk er óunnið og réttast væri að hrinda af stað sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis, þar sem aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi og aðstoða þá sem þegar hafa orðið fyrir því verða kynntar,“ segir í lok bréfsins til ríkisstjórnarinnar. 

Þurfum að skoða gerendurna

Líkt og endurspeglast í bréfinu er vandamálið afar víðtækt og snertir á flestum flötum samfélagins. Spurningunni sem er beint að velferðarráðherra varðar úrræði heilbrigðisstofnana, menntamálaráðherra er spurður út í forvarnir gegn kynferðisofbeldi, innanríkisráðherra er spurður út í réttarbætur í þágu þolenda og forsætisráðherra er spurður hvort hann muni styðja framkvæmd verkefnanna. „Þetta snertir á svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár