Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Rit­stjórn Knúz.is sendi op­ið bréf til rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Benda á að þo­lend­ur þurfi auk­inn stuðn­ing og að for­varn­ir þurfi að bein­ast að gerend­um. Stund­in sendi spurn­ing­arn­ar á ráðu­neyt­in. Ein­ung­is eitt svar­aði.

Femínistar krefja ríkisstjórnina um svör

Ritstjórn femíníska vefritsins Knúz.is birti í gærmorgun opið bréf til ríkisstjórnar Íslands. Um er að ræða ellefu spurningar sem ýmist beinast að ríkisstjórninni allri eða einstaka ráðherrum og varða aðgerðir til að stemma stigu við kynferðislegu ofbeldi. Tilefnið er Beauty tips-byltingin svokallaða, þar sem fjöldi kvenna steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerendur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðarlegt samfélagslegt mein sem full ástæða er að vinna bug á,“ segir meðal annars í bréfinu. 

Spurningarnar sem ritstjórn Knúz.is sendi ríkisstjórninni:

 

1. Hyggst ríkisstjórnin grípa til sérstakra aðgerða vegna frásagna kvenna af kynferðisofbeldi?

2. Munu stofnanir, grasrótarsamtök eða önnur sjálfboðaliðasamtök fá aukafjárveitingar til að aðstoða konur til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis?

3. Munu ráðuneytin beita sér fyrir því að rannsakað verði hvað veldur því að í okkar samfélagi og menningu verði svo mikill fjöldi kvenna fyrir nauðgun eða annarri misnotkun eða áreiti af hálfu karla?

4. Mun velferðarráðherra tryggja að heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir taki tillit til kvenna sem glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis og bjóði upp á úrræði fyrir þær?

5. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir því að kynjafræði verði sjálfstæð skyldugrein á öllum skólastigum?

6. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir sérstökum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, með áherslu á áhrif klámvæðingar?

7. Hefur verið gerð rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum kynferðisofbeldis? Ef ekki, stefnir fjármálaráðherra á að láta gera slíka rannsókn?

8. Eru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar af hálfu innanríkisráðherra um réttarbætur í þágu þolenda kynferðisofbeldis?

9. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir eflingu kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar?

10. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir fjölgun kvenkyns dómara og fræðslu fyrir dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?

11. Mun forsætisráðherra, sem höfuð ríkisstjórnarinnar, veita ráðherrum sínum hvatningu og stuðning til að hrinda ofantöldum verkefnum í framkvæmd?

 

Átak í nafni þjóðaröryggis

Erla Guðrún Gísladóttir er í ritstjórn Knúz.is. Hún segir tilgang bréfsins fyrst og fremst vera að fá samfélagið til að taka á málinu. Stafræna byltingin, þar sem konur sögðu sögur sínar undir merkjunum #þöggun og #konurtala, hafi sýnt fram á umfang vandans. „Það sem er hins vegar einkennandi fyrir þennan málaflokk er að hann er afsíðis. Konur segja frá, en svo gerist ekkert meira. En fólk vill breytingar. Það vill réttlæti. Það vill uppræta þetta. Við hljótum að geta skapað samfélag þar sem við erum ekki að nauðga. Eða áreita,“ segir Erla Guðrún í samtali við Stundina. Hún segir mikilvægt að fá skýr svör frá ríkisstjórninni og ráðherrum um hvað þau ætli að gera í málaflokknum í kjölfar byltingarinnar. „Konur segja frá, en hvað svo? Hver á að taka við þessum sögum?“ spyr hún. 

Í bréfinu segist ritstjórnin vona að ríkisstjórnin takist af myndugleik á við það verkefni sem hugrakkar konur hafi fengið henni á hendur. „Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og verður ekki leystur af einstaklingum eða frjálsum félagasamtökum einum. Það er ljóst að mikið verk er óunnið og réttast væri að hrinda af stað sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis, þar sem aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi og aðstoða þá sem þegar hafa orðið fyrir því verða kynntar,“ segir í lok bréfsins til ríkisstjórnarinnar. 

Þurfum að skoða gerendurna

Líkt og endurspeglast í bréfinu er vandamálið afar víðtækt og snertir á flestum flötum samfélagins. Spurningunni sem er beint að velferðarráðherra varðar úrræði heilbrigðisstofnana, menntamálaráðherra er spurður út í forvarnir gegn kynferðisofbeldi, innanríkisráðherra er spurður út í réttarbætur í þágu þolenda og forsætisráðherra er spurður hvort hann muni styðja framkvæmd verkefnanna. „Þetta snertir á svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár