Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“

Jó­hann­es Hilm­ar Jó­hann­es­son lést í hörmu­legu bíl­slysi á fimmtu­dag­inn á Reykja­nes­braut. Hann læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu og þrjú börn. Vin­ir og vanda­menn Jó­hann­es­ar Hilm­ars hafa sett af stað söfn­un til að létta und­ir með fjöl­skyld­unni á þeim erf­iðu tím­um sem framund­an eru.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“
Jóhannes Hilmar Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Jóhannes Hilmar Jóhannesson lést eftir árekstur við vörubifreið með tengivagn á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar á fimmtudagsmorgun. Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Vinir og vandamenn Jóhannesar Hilmars segja að hann hafi verið sannkallaður vinur vina sinna. Nú ætli þeir að standa við bakið á fjölskyldunni hans og þremur börnum, en þau eru fimm, níu og ellefu ára gömul. Hafa þeir hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni.

„Allir sem voru það heppnir að þekkja þennan dreng vita hverslags öðlingur hann var. Vinur vina sinna og rúmlega það,“ segir Þorsteinn Pálsson, einn af vinum Jóhannesar Hilmars.

„Það eru erfiðir tímar framundan hjá fjölskyldunni hans og þess vegna ákváðum við, vinir fjölskyldunnar, að setja af stað þessa söfnun til þess að létta undir. Við viljum ekki að fjölskyldan hafi áhyggjur af fjármálum á sama tíma og hún gengur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Þorsteinn en styrktarreikningurinn er skráður á sambýliskonu Jóhannesar Hilmars, Jónu Rut Gísladóttur.

„Jóhannes var frábær fjölskyldufaðir, dugnaðarforkur og það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng. Svo má ekki gleyma því að hann var einstaklega einlægur og hjálpsamur þegar það kom að okkur vinunum. Við þökkum því með virðingu og gleðinni hans Jóa öllum þeim sem geta lagt hönd á plóg fyrir þessa yndislegu fjölskyldu sem missti svo mikið á fimmtudaginn.“

Upplýsingar um styrktarreikninginn:

Jóna Rut Gísladóttir 
Kennitala: 080282-3629 
Reiknings númer: 0542-14-405500

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár