Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“

Jó­hann­es Hilm­ar Jó­hann­es­son lést í hörmu­legu bíl­slysi á fimmtu­dag­inn á Reykja­nes­braut. Hann læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu og þrjú börn. Vin­ir og vanda­menn Jó­hann­es­ar Hilm­ars hafa sett af stað söfn­un til að létta und­ir með fjöl­skyld­unni á þeim erf­iðu tím­um sem framund­an eru.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“
Jóhannes Hilmar Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Jóhannes Hilmar Jóhannesson lést eftir árekstur við vörubifreið með tengivagn á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar á fimmtudagsmorgun. Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Vinir og vandamenn Jóhannesar Hilmars segja að hann hafi verið sannkallaður vinur vina sinna. Nú ætli þeir að standa við bakið á fjölskyldunni hans og þremur börnum, en þau eru fimm, níu og ellefu ára gömul. Hafa þeir hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni.

„Allir sem voru það heppnir að þekkja þennan dreng vita hverslags öðlingur hann var. Vinur vina sinna og rúmlega það,“ segir Þorsteinn Pálsson, einn af vinum Jóhannesar Hilmars.

„Það eru erfiðir tímar framundan hjá fjölskyldunni hans og þess vegna ákváðum við, vinir fjölskyldunnar, að setja af stað þessa söfnun til þess að létta undir. Við viljum ekki að fjölskyldan hafi áhyggjur af fjármálum á sama tíma og hún gengur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Þorsteinn en styrktarreikningurinn er skráður á sambýliskonu Jóhannesar Hilmars, Jónu Rut Gísladóttur.

„Jóhannes var frábær fjölskyldufaðir, dugnaðarforkur og það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng. Svo má ekki gleyma því að hann var einstaklega einlægur og hjálpsamur þegar það kom að okkur vinunum. Við þökkum því með virðingu og gleðinni hans Jóa öllum þeim sem geta lagt hönd á plóg fyrir þessa yndislegu fjölskyldu sem missti svo mikið á fimmtudaginn.“

Upplýsingar um styrktarreikninginn:

Jóna Rut Gísladóttir 
Kennitala: 080282-3629 
Reiknings númer: 0542-14-405500

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár