Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“

Jó­hann­es Hilm­ar Jó­hann­es­son lést í hörmu­legu bíl­slysi á fimmtu­dag­inn á Reykja­nes­braut. Hann læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu og þrjú börn. Vin­ir og vanda­menn Jó­hann­es­ar Hilm­ars hafa sett af stað söfn­un til að létta und­ir með fjöl­skyld­unni á þeim erf­iðu tím­um sem framund­an eru.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“
Jóhannes Hilmar Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Jóhannes Hilmar Jóhannesson lést eftir árekstur við vörubifreið með tengivagn á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar á fimmtudagsmorgun. Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Vinir og vandamenn Jóhannesar Hilmars segja að hann hafi verið sannkallaður vinur vina sinna. Nú ætli þeir að standa við bakið á fjölskyldunni hans og þremur börnum, en þau eru fimm, níu og ellefu ára gömul. Hafa þeir hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni.

„Allir sem voru það heppnir að þekkja þennan dreng vita hverslags öðlingur hann var. Vinur vina sinna og rúmlega það,“ segir Þorsteinn Pálsson, einn af vinum Jóhannesar Hilmars.

„Það eru erfiðir tímar framundan hjá fjölskyldunni hans og þess vegna ákváðum við, vinir fjölskyldunnar, að setja af stað þessa söfnun til þess að létta undir. Við viljum ekki að fjölskyldan hafi áhyggjur af fjármálum á sama tíma og hún gengur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Þorsteinn en styrktarreikningurinn er skráður á sambýliskonu Jóhannesar Hilmars, Jónu Rut Gísladóttur.

„Jóhannes var frábær fjölskyldufaðir, dugnaðarforkur og það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng. Svo má ekki gleyma því að hann var einstaklega einlægur og hjálpsamur þegar það kom að okkur vinunum. Við þökkum því með virðingu og gleðinni hans Jóa öllum þeim sem geta lagt hönd á plóg fyrir þessa yndislegu fjölskyldu sem missti svo mikið á fimmtudaginn.“

Upplýsingar um styrktarreikninginn:

Jóna Rut Gísladóttir 
Kennitala: 080282-3629 
Reiknings númer: 0542-14-405500

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár