Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“

Jó­hann­es Hilm­ar Jó­hann­es­son lést í hörmu­legu bíl­slysi á fimmtu­dag­inn á Reykja­nes­braut. Hann læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu og þrjú börn. Vin­ir og vanda­menn Jó­hann­es­ar Hilm­ars hafa sett af stað söfn­un til að létta und­ir með fjöl­skyld­unni á þeim erf­iðu tím­um sem framund­an eru.

„Það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng“
Jóhannes Hilmar Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Jóhannes Hilmar Jóhannesson lést eftir árekstur við vörubifreið með tengivagn á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar á fimmtudagsmorgun. Jóhannes Hilmar var aðeins 34 ára gamall en hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Vinir og vandamenn Jóhannesar Hilmars segja að hann hafi verið sannkallaður vinur vina sinna. Nú ætli þeir að standa við bakið á fjölskyldunni hans og þremur börnum, en þau eru fimm, níu og ellefu ára gömul. Hafa þeir hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni.

„Allir sem voru það heppnir að þekkja þennan dreng vita hverslags öðlingur hann var. Vinur vina sinna og rúmlega það,“ segir Þorsteinn Pálsson, einn af vinum Jóhannesar Hilmars.

„Það eru erfiðir tímar framundan hjá fjölskyldunni hans og þess vegna ákváðum við, vinir fjölskyldunnar, að setja af stað þessa söfnun til þess að létta undir. Við viljum ekki að fjölskyldan hafi áhyggjur af fjármálum á sama tíma og hún gengur í gegnum þessa erfiðu tíma,“ segir Þorsteinn en styrktarreikningurinn er skráður á sambýliskonu Jóhannesar Hilmars, Jónu Rut Gísladóttur.

„Jóhannes var frábær fjölskyldufaðir, dugnaðarforkur og það var alltaf stutt í brosið hjá þessum ljúfa dreng. Svo má ekki gleyma því að hann var einstaklega einlægur og hjálpsamur þegar það kom að okkur vinunum. Við þökkum því með virðingu og gleðinni hans Jóa öllum þeim sem geta lagt hönd á plóg fyrir þessa yndislegu fjölskyldu sem missti svo mikið á fimmtudaginn.“

Upplýsingar um styrktarreikninginn:

Jóna Rut Gísladóttir 
Kennitala: 080282-3629 
Reiknings númer: 0542-14-405500

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár