Einhverfur drengur sem hefur leigt litla íbúð í Breiðholti svart síðustu tvö ár mun missa húsnæðið vegna þess að eigandinn ákvað að hækka leiguna fyrirvaralaust. Hann er kominn á biðlista eftir félagslegu úrræði, en mun ekki fá úthlutun í tæka tíð og stefnir því í að enda heimilislaus um næstu mánaðarmót.
Eigandi íbúðarinnar sem drengurinn hefur leigt af hefur hækkað leiguna reglulega, og nú síðast um 10 þúsund krónur á mánuði. Þar sem leigan er svört fær hann engar húsaleigubætur, eða aðra félagslega aðstoð við niðurgreiðslu á húsnæðinu, sem hann ætti annars rétt á. Einnig hefur tregða leigusalans til þess að láta af hendi gögn um að drengurinn hafi verið að leigja af honum orðið til mikilla trafala í tilraunum hans og fjölskyldunnar til þess að útvega honum úrræði við hæfi.
Athugasemdir