Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eina lesbían í bænum: „Ég þarf ekki að fela mig“

Guð­rún Ósk Gunn­ars­dótt­ir tel­ur að hún sé eini nem­andinn sem hef­ur kom­ið út úr skápn­um í Fram­halds­skól­an­um í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu. Nem­end­ur stofna Hinseg­in­fé­lag FAS til að sýna henni stuðn­ing og vinna gegn hat­ursorð­ræðu.

Eina lesbían í bænum: „Ég þarf ekki að fela mig“
Standa saman Guðrún Ósk er hér til hægri. Á myndinni er hún með Sigríði vinkonu sinni sem hefur staðið þétt við bakið á henni og hjálpað henni að sættast við sjálfa sig.

Guðrún Ósk Gunnarsdóttir er átján ára stelpa sem kom út úr skápnum í byrjun apríl. Hún býr á Höfn í Hornarfirði þar sem hún virðist vera eina lesbían í bænum. Hún segist allavega  vera sú fyrsta til þess að koma út úr skápnum þar, aðrir hafi flutt burt og komið svo út. Guðrún vissi því ekkert á hverju hún ætti von en viðbrögðin voru betri en hún hafði þorað að vona. Nú hafa nemendur í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu stofnað Hinsegin félag, til þess að styðja hana, spyrna gegn hatursumræðu, veita fræðslu og skapa skjól fyrir aðra sem gætu verið í sömu sporum.

Upplifði sig eina

Hamingjusöm
Hamingjusöm Guðrún Ósk segist hafa upplifað mikinn létti við að koma út úr skápnum og nú svífi hún á bleiku skýi.

„Umræðan hérna hefur alltaf verið mjög lítil,“ útskýrir Guðrún Ósk, „þannig að ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Ég var alveg búin að gera mér það í hugarlund að ég yrði að flytja til Reykjavíkur og koma út úr skápnum þar. Það gera það allir. Ég pældi ekki einu sinni í því að koma út úr skápnum hér.

Síðan hefur umræðan aukist og við fengum fræðslu frá Samtökunum '78 fyrir stuttu. Ég var komin með nóg af því að vera inni í skápnum þannig að það var kominn tími til þess að gera þetta.

Ég er búin að vita þetta síðan í 7. bekk en hafði ekki kjarkinn til þess að segja neinum frá því.

Það fylgir því ótrúlegur feluleikur að þurfa að leyna þessu. Þó að það eigi ekki að breyta neinu þá er það stór partur af manneskju að vera með aðra kynhneigð en aðrir. Öll þessi neikvæða orðræða, maður tekur eftir henni og hún hefur slæm áhrif á mann. Ég var ekki á góðum stað í 9. og 10. bekk. Ég sætti mig heldur ekki við þetta strax. Það var mjög erfitt tímabil, af því að ég vissi ekkert um þetta og fékk enga fræðslu.“

„Ég er búin að vita þetta síðan í 7. bekk en hafði ekki kjarkinn til þess að segja neinum frá því.“

Guðrún Ósk aflaði sér síðan upplýsinga á netinu og kynntist samkynhneigðu fólki í gegnum samfélagsmiðla, sem var búsett annars staðar á landinu eða í útlöndum. „Það hjálpaði mér mikið að vita að ég væri ekki ein. Mér leið eins og ég væri öðruvísi, ég væri ein.“

Fyrst til að koma úr skápnum

Samkvæmt rannsóknum líður samkynhneigðum unglingum oft verr en gagnkynhneigðum jafnöldrum þeirra. Lífsánægja þeirra er minni, og þeir eru líklegri til þess að vera þunglyndir, kvíðnir og finna fyrir vanlíðan í skóla. Þá eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt sjálfsvíg margsinnis.

„Mér fannst eins og ég ætti ekki að vera hluti af þessu samfélagi fyrst ég væri ekki velkomin.“

„Ég þekki það ágætlega. Mér leið ekki vel á þessum árum. Ég var þunglynd og lokaði mig af. Mér fannst eins og ég ætti ekki að vera hluti af þessu samfélagi fyrst ég væri ekki velkomin,“ útskýrir Guðrún Ósk. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég var velkomin eins og ég var. Enda hefur enginn komið út úr skápnum á meðan hann býr hérna. Það er fullt af samkynhneigðu fólki frá Höfn í Hornarfirði en það býr í bænum og kom út úr skápnum þar. Ég held að ég sé sú fyrsta sem tek þetta skref svona ung og er í skóla á svæðinu.“

Erfitt en þess virði

Eftir 10. bekk fór Guðrún Ósk að sættast við kynhneigð sína. „Ég var búin að vera í sama bekk allan grunnskólann. Umræðan var mjög lokuð í hópnum og ég fann fyrir fordómum. Þegar ég kom í framhaldsskóla skipti ég um vinahóp.

Það hjálpaði mér mikið að komast í opnari félagsskap þar sem ég fékk meira frelsi til að vera ég sjálf. Það er stór partur af því að ég gat tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum að ég hef fundið að ég þarf ekki að fela mig.

Þessi umræða um Gylfa Ægisson – ég fékk bara nóg. Ég varð að láta vaða. Það var drulluerfitt en klárlega þess virði.“

Ég er komin á góðan stað í lífinu og búin að eignast góða vini. Tíminn var kominn.

Besta vinkona mín, Sigríður Þórunn, hefur hjálpað mér ótrúlega mikið því ég er frekar feimin og fannst erfitt að fá alla athyglina. En líka, þessi umræða um Gylfa Ægisson – ég fékk bara nóg. Ég varð að láta vaða. Það var drulluerfitt en klárlega þess virði.“

Vinkonurnar hjálpuðu henni út

Stundin sem breytti öllu
Stundin sem breytti öllu Þegar Guðrún Ósk kom út úr skápnum héldu vinkonur hennar boð þar sem þær borðuðu köku í regnbogalitunum og birtu mynd af sér þar sem hún viðurkennir samkynhneigð.

Að koma út úr skápnum var ferli sem tók hálft ár. Guðrún Ósk sagði fyrst bestu vinkonu sinni frá því, síðan litla bróður sínum og svo nokkrum vinum, einum og einum, á frekar löngu tímabili. „Ég var að prufa mig áfram, sjá hvernig fólk myndi bregðast við.

Sama dag og ég kom alveg út úr skápnum sagði ég mömmu og pabba frá. Það var erfitt. Við tölum ekki mikið um svona hluti og ég vissi ekkert hvernig þau myndu taka þessu, en þau hafa sýnt mér mikinn stuðning. Það hefur ekkert breyst. Þetta er bara frábært. Öll fjölskyldan hefur verið alveg frábær.“

„Ég fékk smá sjokk yfir frábærleikanum. Þetta var alveg æðislegt  mjög góður dagur.“

Vinkonur hennar héldu smá boð í tilefni þess að hún væri að stíga út úr skápnum. „Mínar nánustu vinkonur eru stuðningsliðið mitt. Ég var búin að segja þeim þetta öllum. Við hittumst síðan og borðuðum köku og ég kom út úr skápnum.

Vinkona mín póstaði mynd á Facebook af okkur með textanum: „Vinkona okkar er samkynhneigð, deal with it“. Þannig kom ég út.

Þetta var alveg frábært og ég fékk smá sjokk yfir frábærleikanum. Þetta var alveg æðislegt – mjög góður dagur.“

Átti von á útskúfun

Gleði
Gleði Vinkona Guðrúnar heldur á grænni ör sem bendir á samkynhneigðan einstakling. Guðrún Ósk heldur hins vegar á bleikri ör, þar sem segir að hún sé samkynhneigð.

Kakan
Kakan Stelpurnar bökuðu köku sem var í regnbogalitunum.

Viðbrögðin hafa vægast sagt verið góð. „Ég hef alveg fengið smá augnlit þegar ég er að ganga um skólann og það hefur allt þagnað þegar ég geng inn í stofurnar. Eins hef ég fengið mikið af spurningum. En nú eru allir bara ok, hún er lesbía, og hvað. Það er öllum sama. Það hafa allir verið mjög jákvæðir. Þetta er mikið betra en ég gerði mér grein fyrir.

Mér líður mjög vel. Margir hafa orð á því að ég sé mikið glaðari núna. Það er satt.

„Ég átti alveg von á því að fólk myndi hata mig og hætta að tala við mig. Ég vissi ekki neitt. Það hefur enginn komið út úr skápnum hérna áður.

Af því að þetta var svo mikill feluleikur. Ef ég varð skotin í stelpu gat ég ekki sagt neinum frá því, af því að það vissi enginn að ég hefði áhuga á stelpum. Í staðinn laug ég því að ég væri skotin í strákum.

Það var mjög mikill léttir að koma út úr skápnum.“

Hún hafði ekki gert ráð fyrir svona góðum viðbrögðum. „Ég átti alveg von á því að fólk myndi hata mig og hætta að tala við mig. Ég vissi ekki neitt. Það hefur enginn komið út úr skápnum hérna áður. Orðræðan hér er eins og annars staðar, frekar neikvæð. Orð um samkynhneigða eru alltaf notuð á neikvæðan hátt. Það stingur. Það gerir það alveg ennþá en núna þegar ég er komin út úr skápnum get ég svarað fyrir mig og varið mig. Ég gat það ekki þegar ég var inni í skápnum og það var mikið verra.“  

Gylfi kom umræðunni af stað

Undanfarna daga hefur mikil umræða skapast um samkynhneigð út frá fordómafullum áróðri frá Gylfa Ægissyni, sem vill banna hinsegin fræðslu í skólum. Sjálf upplifði Guðrún Ósk það mjög sterkt þegar Samtökin '78 voru með fræðslu í skólanum og allir voru skikkaðir á hana. „Ugla kom hingað og hélt fyrirlestur um hinsegin rófið. Hún sagði okkur líka frá sjálfri sér. Það voru allir mjög jákvæðir gagnvart henni og þá sá ég að krakkarnir væru kannski ekki jafn slæmir og ég hélt. Það hjálpaði mér mjög mikið.

„Hvernig getur þetta verið í lagi? Að velja einn hóp og tala illa um hann. Það tekur mjög mikið á að hlusta á þetta.“

Það eina góða við þennan áróður Gylfa er að hann hefur komið málefninu í umræðuna. Það hefur vantað umræðu um þetta, en núna erum við til dæmis búin að ræða þetta mjög mikið í skólanum, sem er gott.

En þessi ummæli sem eru látin falla á Útvarpi Sögu eru ekki í lagi. Mig langar ekki til að hlusta á þetta en ég hef heyrt allt sem er verið að segja. Þetta er ekki í lagi. Mér finnst að þetta ætti ekki að vera leyft.

Ef það væri verið að tala illa um svertingja þá væri það mjög mikið mál og bannað strax. Hvernig getur þetta verið þá í lagi? Að velja einn hóp og tala illa um hann. Það tekur mjög mikið á að hlusta á þetta.“

Vilja að allir upplifi sig samþykkta á Höfn

Til að bregðast við umræðunni var hinsegin félag stofnað í framhaldsskólanum. Af því tilefni sendi besta vinkona Guðrúnar, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, frá sér tilkynningu um stofnun félagsins. Þar segir meðal annars: „Félagið var stofnað vegna hatursfullrar umræðu sem hefur verið að gera vart við sig á samfélagsmiðlum síðustu daga og vegna þess að nýverið steig nemandi í skólanum út úr skápnum og vildu nemendur FAS því taka afstöðu til málstaðarins.

Sem núverandi forseti Nemendafélagsins langar mig að segja að ég gæti ekki verið stoltari af nemendum FAS, þá sérstaklega fyrir þann stuðning sem þeir og kennarar hafa sýnt Guðrúnu Ósk, sem er í augnablikinu eini nemandinn í FAS sem hefur opinberlega stigið út.

Þetta var stórt skref enda var umræðan í skólanum og í samfélaginu um samkynhneigð ekki mikil og orðræðan alls ekki sú besta – en viðtökurnar og stuðningurinn sem hún hefur hlotið sýnir fram á mjög breytta tíma!“

 Þess vegna verðum við að byggja upp þannig samfélag á Hornafirði að allir upplifi sig samþykkta og virta meðlimi samfélagsins, óháð kynhneigð, aldri, litarhætti, kyni og öðru!“

Þá bendir Sigríður á að það sé varla mögulegt að það sé aðeins ein samkynhneigð manneskja á Höfn. Með stofnun félagins sé vonast til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir hinsegin nemendur FAS, skapa jákvæða umræðu og eyða neikvæðri orðræðu.

„Það er nefnilega aldrei of seint að koma út úr skápnum en afskaplega leiðinlegt þegar fólk felur allt sitt líf hvernig það er í raun og veru, vegna þess að það er ekki samþykkt af samfélaginu. En fólk virðist bíða með það að stíga út úr skápnum og gerir það þegar það er flutt frá bænum. Þess vegna verðum við að byggja upp þannig samfélag á Hornafirði að allir upplifi sig samþykkta og virta meðlimi samfélagsins, óháð kynhneigð, aldri, litarhætti, kyni og öðru!“

Sama dag og félagið var stofnað hélt ungmennaráð Hornafjarðar ungmennaþing, þar sem fram kom að hinsegin fræðslu vantaði. Þar kom einnig í ljós að ungmennin vilja halda Gay Pride-göngu á Höfn. Fyrsta skrefið var þó að stofna Hinseginfélag FAS.

Vilja skapa öruggt umhverfi
Vilja skapa öruggt umhverfi Með stofnun Hinseginfélags FAS vonast stelpurnar til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir aðra nemendur skólans sem eru hinsegin.

Á bleiku skýi

Guðrún Ósk verður formaður félagsins. Samkvæmt henni eru nemendur bæði áhugasamir og jákvæðir gagnvart félaginu. Auk þess sem félagið mun stuðla að fræðslu vill það leiðrétta misskilning um samkynhneigð. Guðrún segir að tími sé kominn til. „Eins og orðræðan er hjá þessum Gylfa Ægis og Útvarp Sögu-mönnum um að samkynhneigðir séu barnaperrar eða með kynlíf á heilanum. Þetta er fáfræði, ég geri mér grein fyrir því en þá þarf að fræða þá. Bæði þá og aðra, samfélagið og nemendur skólans hérna. Við ætlum að gera það, því þetta gengur ekki lengur.

Um leið er ég að að vona að Hinseginfélagið skapi nógu gott umhverfi til að einhver þori að stíga út úr skápnum.

„Ég er bara á bleiku skýi. Mér finnst svo frábært hvernig allir hafa brugðist við.“

Ég fann það sjálf að mig vantaði fyrirmyndir. Það var ein ástæðan fyrir því að ég vildi koma út úr skápnum. Mig langaði til þess að vera sú manneskja sem getur sýnt öðrum stelpum að þetta sé í lagi – og strákum.“

Enginn vafi leikur á því í huga hennar að fleiri séu í sömu stöðu. „Alveg klárlega. Þetta er rétt undir 2.000 manna bæjarfélag. Ef það er bara ein samkynhneigð manneskja hér þá veit ég ekki hvað er í gangi. Það er eitthvað mjög skrýtið.

Að ég sé „the only gay in the village“,“ segir Guðrún og hlær.

Hún gerir þó ekki ráð fyrir að finna ástina í bráð. „Nei, ég veit að ég er ekkert að fara að eignast kærustu hér. Það verður bara að bíða betri tíma. Ekki nema það komi einhver önnur stelpa út úr skápnum, hver veit? Mér er sama.

Ég er bara á bleiku skýi. Mér finnst svo frábært hvernig allir hafa brugðist við. Ég er mjög hamingjusöm.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
6
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár