Nafn: Biljana Boloban.
Aldur: 21 árs.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 2001.
Starf: Nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fatlaða.
Biljana Boloban var tæplega níu ára gömul þegar hún kom hingað til lands árið 2001 ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðum um flóttafólk, bæði í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum. Á stuttri ævi hefur hún fengið að kynnast flótta, fátækt og mikilli neyð í stríðshrjáðu landi. Hún hefur einnig fengið að kynnast íslenskri fátækt, sem hún segir ekki sambærilega þeirri sem hún bjó við í Serbíu.
Fjölskyldan aðskilin á flótta
Árið 1991 braust út stríð í fyrrum Júgóslavíu þegar Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði. Serbar streittust á móti og reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Júgóslavía klofnaði. Í ágúst árið 1995 hrósuðu Króatar síðan sigri þegar um tvö hundruð þúsund Serbar í Krajina héraði voru reknir frá Króatíu. Fjölskylda Biljönu var í þeim hópi.
„Allt í einu var okkur bara sagt að flýja,“ byrjar Biljana en hún var ekki nema tveggja ára gömul þegar hún varð að flýja heimili sitt í flýti. „Enginn tími gafst til undirbúnings og fjölskyldan fór öll af stað á sitthvorum tíma, í sitthvorum bílnum. Ég sat í fangi móður minnar í flutningabíl, pabbi var í öðrum bíl og amma og afi voru einnig aðskilin. Í flutningabílnum voru fleiri mæður með börn sín og okkur var skammtaður matur. Mamma segist stundum hafa þurft að láta mig gráta, hún kleip mig, svo ég fengi mjólk að
Athugasemdir