Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dyravörður Húrra rekinn fyrir að klæmast við konur í Druslugöngupartýi

Dyra­vörð­ur á skemmti­stað í mið­bæn­um bað kon­ur í bið­röð um að fara í sleik til að kom­ast inn í boð í til­efni af Druslu­göng­unni. Hann hef­ur ver­ið rek­inn.

Dyravörður Húrra rekinn fyrir að klæmast við konur í Druslugöngupartýi

„Húrra biðjast afsökunar á ömurlegum dyraverði sem var í partýinu í gær og munu sjá til þess að hann verði aldrei aftur í dyrunum hjá þeim,“ segir Facebook-síðu Druslugöngu pepp partý sem haldið var í gær. Samkvæmt einum skipuleggjanda veislunnar var umræddur dyravörður með dónaskap í garð kvenkyns gesta og krafðist þess af sumum þeirra sem voru í röð að þær færu í sleik hver við aðra til að komast inn á staðinn.

„Við vorum miður okkar þegar við heyrðum að hann væri að angra viðskiptavini og létum strax vita, eigandi Húrra tekur þessu mjög alvarlega og vill aldrei sjá þetta gerast aftur. Við biðjum þá sem dyravörðurinn angraði innilega afsökunar,“ segir enn fremur á Facebook-síðu pepp partýsins.

 


 

Stundin ræddi við Helgu Lind Mar, einn skipuleggjanda partýsins í gær, og segist hún hafa fengið símtal frá Jóni Mýrdal í morgun vegna dyravarðarins. „Dyravörðurinn var að klæmast í einhverjum stelpum í röðinni, það var fjörutíu metra röð þarna fyrir utan. Hann var að segja stelpum að þær kæmust inn fyrr ef þær færu í sleik við hvor aðra. Við fengum símtal frá Húrra í morgun og Húrra baðst innilega afsökunar og að sagði að þessi maður myndi aldrei aftur vera aftur ,“ segir og bætir við að viðbrögð skemmtistaðarins hafi verið til fyrirmyndar. Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag.

Ekki náðist í Jón Mýrdal, eiganda Húrra, við vinnslu fréttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár