Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dyravörður Húrra rekinn fyrir að klæmast við konur í Druslugöngupartýi

Dyra­vörð­ur á skemmti­stað í mið­bæn­um bað kon­ur í bið­röð um að fara í sleik til að kom­ast inn í boð í til­efni af Druslu­göng­unni. Hann hef­ur ver­ið rek­inn.

Dyravörður Húrra rekinn fyrir að klæmast við konur í Druslugöngupartýi

„Húrra biðjast afsökunar á ömurlegum dyraverði sem var í partýinu í gær og munu sjá til þess að hann verði aldrei aftur í dyrunum hjá þeim,“ segir Facebook-síðu Druslugöngu pepp partý sem haldið var í gær. Samkvæmt einum skipuleggjanda veislunnar var umræddur dyravörður með dónaskap í garð kvenkyns gesta og krafðist þess af sumum þeirra sem voru í röð að þær færu í sleik hver við aðra til að komast inn á staðinn.

„Við vorum miður okkar þegar við heyrðum að hann væri að angra viðskiptavini og létum strax vita, eigandi Húrra tekur þessu mjög alvarlega og vill aldrei sjá þetta gerast aftur. Við biðjum þá sem dyravörðurinn angraði innilega afsökunar,“ segir enn fremur á Facebook-síðu pepp partýsins.

 


 

Stundin ræddi við Helgu Lind Mar, einn skipuleggjanda partýsins í gær, og segist hún hafa fengið símtal frá Jóni Mýrdal í morgun vegna dyravarðarins. „Dyravörðurinn var að klæmast í einhverjum stelpum í röðinni, það var fjörutíu metra röð þarna fyrir utan. Hann var að segja stelpum að þær kæmust inn fyrr ef þær færu í sleik við hvor aðra. Við fengum símtal frá Húrra í morgun og Húrra baðst innilega afsökunar og að sagði að þessi maður myndi aldrei aftur vera aftur ,“ segir og bætir við að viðbrögð skemmtistaðarins hafi verið til fyrirmyndar. Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag.

Ekki náðist í Jón Mýrdal, eiganda Húrra, við vinnslu fréttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár