Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna

Tals­vert dýr­ara er að horfa á karla spila fót­bolta en kon­ur á Ís­landi, hvort sem um er að ræða bikar­úr­slita­leik fé­lagsliða eða A-lands­l­ið Ís­lands. Þá er enn 143 pró­senta mun­ur á laun­um dóm­ara eft­ir því hvort þeir dæma í efstu deild karla eða í efstu deild kvenna.

Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna
Bikarmeistarar Valur keppir til úrslita í bikarúrslitaleik karla, en þeir eru einmitt ríkjandi bikarmeistarar. Mynd: KSÍ

Miði á bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu er fimm hundruð krónum dýrari en miði á bikarúrslitaleik kvenna. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli um helgina en miðaverð á bikarúrsleitaleiki er ákveðið af þeim félögum sem spila leikina. Breiðablik og ÍBV mætast í úrslitaleik kvenna í kvöld, föstudag, en í karladeild mætast ÍBV og Valur kl. 16 á morgun, laugardag. 

Talsvert dýrara að fara á leik með karlalandsliðinu

KSÍ kynnti nýlega hærra verð á leiki hjá karlalandsliðinu í haust þegar undankeppni HM 2018 hefst. Vellinum er skipt í þrjú svæði. Í haust mun miði í svæði I á leikjum karlalandsliðsins kosta sjö þúsund krónur, í svæði II fimm þúsund krónur og í svæði III þrjú þúsund krónur. 

Tveir heimaleikir verða hjá kvennalandsliðinu í undankeppni EM 2017 í september þegar liðið mætir Slóveníu og Skotlandi. Stelpurnar eru efstar í sínum riðli og því góðar líkur á að þær tryggi sér þátttökurétt á þeirra þriðja stórmóti í haust. Ekki er selt í númeruð sæti hjá kvennalandsliðinu og kostar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár