DV tekur upp hanskann fyrir Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, í nafnlausu sandkorni sem birtist í blaðinu í dag.
„Davíð Oddsson sendi fréttastofu RÚV pillu í Reykjavíkurbréfi og fréttamenn RÚV hafa brugðist ókvæða við og kallað forsætisráðherrann fyrrverandi öllum illum nöfnum á samskiptamiðlum. Er í raun ótrúlegt hvað menn leyfa sér að segja,“ segir þar. Þá er tekið fram að Davíð og „fjölmargir aðrir fyrrverandi stjórnmálamenn“ hafi tjáningarfrelsi.
„Óháð öllu þá hefur Davíð Oddsson vitaskuld sama rétt til þess að tjá sig og þeir sem starfa við fjölmiðla og fjölmargir aðrir fyrrverandi stjórnmálamenn. Og starfsmenn ríkisfjölmiðils ættu að taka gagnrýni af aðeins meiri stillingu. Þeir eru jú að vinna fyrir landsmenn alla,“ segir í sandkorni DV.
Athugasemdir