Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Dr. Livingstone, geri ég ráð fyrir?“

Dav­id Li­ving­st­one varð að heim­þekkt­um manni með frá­sögn­um sín­um af Afr­íku. Ekk­ert hafði heyrst til hans ár­um sam­an þeg­ar blaða­mað­ur­inn Henry Stanley fann hann eft­ir margra mán­aða leit og kast­aði þá á hann einni fræg­ustu kveðju allra tíma.

„Dr. Livingstone, geri ég ráð fyrir?“
Fundurinn frægi Kveðja Henry hefur orðið að innblæstri fyrir fjölmarga listamenn.

Ein frægasta saga af ferðalagi vestrænna manna til Afríku átti sér stað fyrir 145 árum, þegar fréttamaðurinn Henry Stanley fann loks hinn fræga Dr. Livingstone.

David Livingstone kom fyrst til Afríku árið 1840 með tvö markmið: Að kanna álfuna og koma á endalokum þrælahalds. Skrif hans og fyrirlestrar í Englandi kveiktu síðar áhuga almennings á „Álfunni myrku“ og áttu eftir að gera Livingstone að þjóðhetju og lifandi goðsögn.

Árið 1864 ferðaðist Livingstone aftur til Afríku og hóf könnunarleiðangur í gegnum miðja álfuna með það fyrir stafni að finna upptök árinnar Níl. Mánuðir urðu að árum og lítið sem ekkert heyrðist frá landkönnuðinum fræga. Kjaftasögur fóru á kreik um að Livingstone væri haldið föngnum eða hann jafnvel látinn. Dagblöð birtu fyrirsagnir eins og „Hvar er Livingstone?“ Almenning þyrsti í fréttir af þjóðhetjunni sinni. Árið 1871 hafði forvitnin borist yfir Atlantshafið til Ameríku og Henry Stanley, blaðamanni New York Herald, var gert að fara til Afríku og finna Livingstone.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár