Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dómarinn sem hætti að treysta dómskerfinu

Áslaug Björg­vins­dótt­ir lét af embætti dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur í fyrra eft­ir að henni blöskr­uðu starfs­hætt­ir og stjórn­sýsla dóm­stóla­kerf­is­ins. „Ég gat hvorki ver­ið stolt af Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur né stolt af því að vera dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur,“ seg­ir hún.

Dómarinn sem hætti að treysta dómskerfinu

Áslaug Björgvinsdóttir starfaði sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur á árunum 2009 til 2015, fyrst sem settur héraðsdómari frá september 2009 til 1. mars 2010, en síðan sem skipuð héraðsdómari frá maí 2010. Hún ákvað að láta af embætti í fyrra þegar það rann upp fyrir henni að hún treysti ekki lengur íslensku dómskerfi. Áslaug telur að alvarlegir misbrestir séu á stjórnsýslu og innra eftirliti dómsvaldsins á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar um Kunningjaveldi dómstólanna og konurnar sem fengu nóg. Rætt er við Áslaugu um ástæður þess að hún lét af embætti. Jafnframt birtist viðtal við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur, en hún starfaði sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs í um áratug en hætti í kjölfar harðra deilna við tvo ráðsmenn sem hófust eftir að hún hvatti til þess að íslenskir dómstólar þægju aðstoð Norðmanna við að betrumbæta stjórnsýslu og starfshætti kerfisins.

Sjá einnig:

Undirmaður og kollegar dómstjóra 
rannsökuðu vinnubrögð hans


Staða kvenna í dómstólakerfinu áfram veik

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Fyrrverandi héraðsdómari segir dómstjóra hafa farið á svig við lög og
hvatt blaðamann til refsiverðs verknaðar

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og kveðst hafa orðið fyrir einelti


Áður en Áslaug Björgvinsdóttir tók við embætti héraðsdómara hafði hún gegnt störfum dómarafulltrúa við Héraðsdóm Reykjavíkur á árunum 1994 til 1998 og framkvæmdastjóra dómstólaráðs árin 1998 til 2000. Hún sat í stjórn Dómarafélags Íslands árin 2012 til 2014 og hefur gegnt stöðu dósents við lagadeildir Háskóla Íslands og síðar Háskólans í Reykjavík. Nafn hennar rataði í fréttirnar árið 2010 þegar hún kvað upp fyrsta dóminn um ólögmæti gengistryggðra lána sem var staðfestur í Hæstarétti síðar á árinu, og einnig í vor þegar fjölmiðar fjölluðu um umsögn hennar til Alþingis um frumvarp til dómstólalaga. Stundin ræddi við Áslaugu og bað hana um að útskýra hvers vegna hún ákvað að láta af dómaraembætti í fyrra. Svar hennar fylgir hér að neðan:

Það er mikilvægt að geta verið stoltur af vinnustaðnum sínum. Eftir að hafa kynnst stjórnun og svo fjölmörgum misbrestum í starfsemi héraðsdómstólanna var staðan einfaldlega sú að ég sem borgari treysti ekki lengur dómskerfinu. Ég hef allt aðrar hugmyndir um metnað og fagleg vinnubrögð dómsvalds og deili hvorki ráðandi sýn né gildum innan dómskerfisins. Þegar stjórnendur beina dómurum í þveröfuga átt þá var það umhverfi sem ég gat ekki sætt mig við. Ég gat hvorki verið stolt af Héraðsdómi Reykjavíkur né stolt af því að vera dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Það er réttaröryggismál og grundvallarforsenda réttarríkisins að dómstólar fari að lögum í einu og öllu. Ef sú er ekki raunin geta borgarararnir, hvorki einstaklingar né fyrirtæki, treyst því að dómarar fari alltaf að lögum. Þess eru ítrekuð dæmi að stjórnendur íslenska dómsvaldsins telja að þeir eigi val um það hvort og hvaða lögum þeir fylgja með vísan til sjálfstæðis dómsvaldsins. Það var niðurstaðan að ég vildi ekki tilheyra slíku dómsvaldi.

Ef maður er hluti af kerfi finnst flestum, og það er gerð krafa um það, að maður þurfi að verja það gagnrýni. Það gat ég ekki. Ég gat ekki horft fram hjá þessum misbrestum og metnaðarleysi í starfsemi dómstólanna, þar sem konum er m.a. ætlað annað en körlum, og hvað þá ólögmætri stjórnsýslu dómstjóra og dómstólaráðs. Ég fór úr kerfinu til að geta með góðu móti gagnrýnt það og reyna að koma af stað umræðu um mikilvægi endurskoðunar til að tryggja réttaröryggi borgaranna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár