Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar

Þýska rík­ið send­ir þau skila­boð frá sér að það muni ekki bjarga Deutsche Bank komi til þess að bank­inn fari í gjald­þrot. Fram­kvæmd­ar­stjóri bank­ans sendi í gær tölvu­póst á 100.000 starfs­menn þar sem hann sagði bank­ann ekki hafa stað­ið eins vel í 20 ár, þrátt fyr­ir að hluta­bréf í bank­an­um hafi sama dag náð sín­um lægsta botni í 30 ár.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar
Krísa Deutsche Bank á í erfiðleikum með að fjármagna sig.

Þýska ríkið mun ekki bjarga Deutsche Bank eða öðrum fjármálastofnunum sem eiga í vanda um þessar mundir, fari svo að stofnanirnar lendi gjaldþroti. Þessar yfirlýsingar komu frá starfsmanni innan ríkisstjórnar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær.

Merkel hitti einnig bankastjóra seðlabanka Evrópu, Mario Draghy, í gær. Þar var afstaðar ríkisstjórnarinnar ítrekuð: Að peningar skattgreiðenda yrðu ekki notaðir til þess að koma fjármálastofnunum í vanda til hjálpar, líkt og gert var í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Íslandi og víðar. Þessar yfirlýsingar koma þvert á raddir sem heyrst höfðu fyrr í vikunni, þess efnis að innan ríkisstjórnarinnar væru uppi áform að bjarga Deutsche Bank ef allt færi á versta veg.

Sekt sem lögð var á bankann, upp á 14 milljarða dollara, vegna ólöglegra fjármálagjörnina í aðdraganda hrunsins árið 2008 er á gjalddaga þann 6. desember næstkomandi. Stjórnendur bankans róa því lífróður þessa dagana til þess að fjármagna þá greiðslu. Virðist ekki vera mikil trú á því að sú fjármögnun takist, því einstaklingar og/eða stofnanir sem eiga hlutabréf í bankanum vinna að því hörðum höndum að losa sig við allar eignir sínar tengdar bankanum um þessar mundir.

Talsmaður seðlabanka Evrópu neitaði að tjá sig um það hvort Merkel og Draghi væru að ræða mál Deutsche Bank í gær. „Þau eru að ræða efnahagsmál Evru-svæðisins,“ lét hann hafa eftir sér.

Lægsta hlutabréfaverð í 30 ár - Ekki staðið eins vel í 20 ár

Framkvæmdarstjóri Deutsche Bank, John Cryan, sendi tölvupóst á 100.000 starfsmenn bankans þar sem hann fullvissaði alla um að fjármál bankans stæðu vel. Sagði hann bankann hafa verið fórnarlamb „spákaupmennsku og gróusagna“ sem væru ástæða þess að hlutabréfaverð í honum væri að hrynja.

John Cryan
John Cryan setti saman tölvupóst sem stappaði einhverju stáli í markaðinn

Hlutabréf í bankanum náðu sínum lægsta botni í 30 ár rétt áður en Cryan sendi tölvupóstinn, sem virðist hafa náð að róa einhverjar taugar. Tók hann einnig fram í póstinum að bankinn hefði ekki staðið eins vel í 20 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár