Katrín er önnum kafin við æfingar í leikhúsinu en gefur mér hálftíma til að bauna á hana spurningum. Sú fyrsta snýst eðlilega um eðli og uppruna verksins sem hún frumsýnir á föstudaginn, Shades of History. Hvaðan kom það?
„Kveikjan að verkinu Shades of History var sú að skoða höfundareinkenni ólíkra danshöfunda í hreyfingu, og hvernig ein hreyfing þróast yfir í aðra, ég sá fyrir mér að þetta væri eins konar litróf af hreyfingu, og nafnið kemur þaðan, Shades of History – samt ekki 50 shades of History. Verkið bregður upp myndum af hreyfingum og andardráttum úr sögu listdansins, efni sem ég hef fengið að láni úr verkum annarra danshöfunda síðustu 15 ár og unnið inn í mín eigin verk.“
Hversu margir danshöfundar eru þetta sem þú ert að tala um?
„Þetta eru 26 ólíkir höfundar, frá Beyoncé til Pinu Bausch, en samt eru þessar tilvísanir ekki eini efniviðurinn, heldur fékk …
Athugasemdir