Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hóta að láta drepa lög­reglu­mann. Hann var á skil­orði vegna kyn­ferð­is­brots gegn 14 ára stúlku þeg­ar at­vik­ið átti sér stað.

Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns
Dæmdur Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mynd þessi var birt á vefnum stondumsaman.is þar sem barnaníðingar eru mynd- og nafnbirtir.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa hótað lögreglumanni að hann yrði drepinn.

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa kýlt þennan sama lögreglumann. Þegar atvikið átti sér stað var maðurinn á skilorði vegna kynferðisbrots gegn barni. „Í kjölfar þess að ákærði var handtekinn að Njálsgötu 65 í Reykjavík, í lögreglubifreið á leið að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað lögreglumanninum [X], með því að segja að hann gæti látið drepa lögreglumanninn og með því að hafa ráðist með ofbeldi á [X] skömmu eftir að ákærði hafði verið færður í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu með því að slá [X] hnefahöggi sem lenti á hægri öxl hans og með því að sparka í hægra hné [X],“ segir í ákæru.

Atvikið átti sér stað á aðfaranótt Þorláksmessu árið 2014 en í október það sama ár staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanninum.

Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni en hann veittist kynferðislega að 14 ára stúlku í strætisvagni árið 2011. Maðurinn fékk 8 mánaða skilorðsbundin dóm vegna þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár