Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

For­eldri seg­ist þakk­látt skól­an­um fyr­ir hár­rétt við­brögð. Börn­un­um var veitt áfalla­hjálp og sál­fræð­ing­ur er til stað­ar fyr­ir þá sem líð­ur illa.

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

„Það loga kerti víða í Hafnarfirði, sendum ljós og styrk til drengsins og fjölskyldu hans.“ Þetta skrifar Harpa Einarsdóttir fatahönnuður á Facebook-síðu sína í dag um slysið sem varð í Hafnarfirði í gær þar sem ungir bræður voru hætt komnir eftir að hafa lent í læknum við Reykdalsstíflu. Drengirnir eru fæddir árin 2002 og 2005, en yngri bróðurnum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Eldri bróðirinn komst til meðvitundar í gær eftir lífgunartilraunir. 

Harpa segist ganga framhjá þessum stað á næstum hverjum degi og hún hafi oft velt fyrir sér hversu hættuleg stíflan sé. Dóttir Hörpu, Hrafnhildur Sunna, og skólafélagar hennar í Lækjaskóla horfðu á atburðarásina frá upphafi til enda frá skólanum, sem er nærri slysstaðnum. Að sögn Hörpu var vinkona Sunnu, sem er í tíunda bekk, ein þeirra sem dró annan drenginn á þurrt.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár