Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

For­eldri seg­ist þakk­látt skól­an­um fyr­ir hár­rétt við­brögð. Börn­un­um var veitt áfalla­hjálp og sál­fræð­ing­ur er til stað­ar fyr­ir þá sem líð­ur illa.

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

„Það loga kerti víða í Hafnarfirði, sendum ljós og styrk til drengsins og fjölskyldu hans.“ Þetta skrifar Harpa Einarsdóttir fatahönnuður á Facebook-síðu sína í dag um slysið sem varð í Hafnarfirði í gær þar sem ungir bræður voru hætt komnir eftir að hafa lent í læknum við Reykdalsstíflu. Drengirnir eru fæddir árin 2002 og 2005, en yngri bróðurnum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Eldri bróðirinn komst til meðvitundar í gær eftir lífgunartilraunir. 

Harpa segist ganga framhjá þessum stað á næstum hverjum degi og hún hafi oft velt fyrir sér hversu hættuleg stíflan sé. Dóttir Hörpu, Hrafnhildur Sunna, og skólafélagar hennar í Lækjaskóla horfðu á atburðarásina frá upphafi til enda frá skólanum, sem er nærri slysstaðnum. Að sögn Hörpu var vinkona Sunnu, sem er í tíunda bekk, ein þeirra sem dró annan drenginn á þurrt.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár