Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björn Ingi bætir við sig fleiri fjölmiðlum - kaupir tímaritaútgáfuna Birtíng

Press­an, fyr­ir­tæki Björns Inga Hrafns­son­ar og við­skipta­fé­laga, kaup­ir tíma­rita­út­gáf­una Birtíng sem gef­ur með­al ann­ars út Séð og heyrt. Velta fjöl­miðla­fyr­ir­tækja Björns Inga og tengdra að­ila er tveir millj­arð­ar króna.

Björn Ingi bætir við sig fleiri fjölmiðlum - kaupir tímaritaútgáfuna Birtíng

Pressan, útgáfufélag í helmings eigu Björns Inga Hrafnssonar, hefur keypt útgáfufélagið Birtíng sem meðal annars gefur út Séð og Heyrt og Nýtt líf.

Útgáfufélagið Pressan ehf. hefur fest kaup á útgáfufélaginu Birtíngi en kaupin voru tilkynnt starfsmönnum á fundi nú í morgun. Pressan er að helmingshlut í eigu fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar en félagið er móðurfélag Vefpressunnar og vefmiðlanna Pressunnar, Eyjunnar og Bleikt. Þá á Pressan einnig tólf vikublöð sem gefin eru út um land allt en þau kaup gengu í gegn í lok desember á síðasta ári. Björn Ingi varð aðaleigandi DV ásamt fjölskyldumeðlimum sínum og Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni í árslok 2014. Þá keypti Björn Ingi sjónvarpsstöðina ÍNN í síðasta mánuði.

Útgáfufélagið Birtíngur gefur út Nýtt líf, Hús og híbýli, Gestgjafann, Vikuna og Séð og Heyrt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu það út að ákveðið hafi verið að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins og var áætlað að setja fjögur tímarit á sölu en það voru þau Sagan öll, Séð og heyrt, Nýtt líf og Júlía. Þá kom einnig fram að vegna umræddrar endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins verði átta til tíu starfsmönnum sagt upp hjá fyrirtækinu.

Hvorki náðist Björn Inga Hrafnsson eða Hrein Loftsson en hann er skráður með 75 prósenta hlut í Birtíngi.

Viðskiptaritstjóri með kúlulán frá Kaupþingi

Björn Ingi var einn þeirra fjölmiðlamanna sem nefndir voru í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna mikilla lántaka hjá bönkunum fyrir hrun. Félag hans fékk kúlulán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Skuldir félagins voru orðnar yfir hálfur milljarður króna. Björn Ingi var aðstoðarmaður forsætisráðherra þegar hann fékk hluta af þeim lánum sem hann útvegaði. Hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þegar hann fékk 60 milljóna króna kúlulán til kaupa á hlutabréfum í bankanum, eingöngu með veði í bréfunum sjálfum.  Síðar var hann ritstjóri viðskiptablaðsins Markaðarins á sama tíma og hann samdi um kaup á hlutabréfum í Exista gegn láni. Hlutabréfaviðskiptin í gegnum Kaupþing héldu áfram meðan Björn Ingi starfaði á Fréttablaðinu og skrifaði um málefni bankans. Félag hans, Caramba ehf, var úrskurðað gjaldþrota í september 2011. Sjálfur hlaut hann 100 milljóna króna lán.

Björn Ingi steig til hliðar sem ritstjóri Pressunnar þegar fyrirgreiðsla hans hjá bönkunum samhliða störfum hans í stjórnmálum og fjölmiðlum komst í hámæli. „Hér er ekkert ólöglegt á ferðinni,“ sagði hann í yfirlýsingu í apríl 2010. Hann lýsti því að hann hefði tapað öllu. „Við hjónin töpuðum öllum okkar sparnaði og miklu meira en það í hruninu.“ Þá hafði hann þegar stofnað Pressuna.is. Fjármögnun hennar kom að hluta til frá VÍS, sem var í eigu Exista, sem aftur var í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. 

Óljóst með fjármögnunina

Ekki hefur komið fram hver fjármagnar kaup Björns Inga á þeim fjölmiðlum sem hann hefur keypt upp undanfarin ár að öðru leyti en að seljendur hafi veitt honum lán. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var greint frá því á starfsmannafundi að Björn Ingi hefði fengið sterka fjárfesta að baki sér, en ekki var kynnt um hverja væri að ræða.

Stundin fór yfir feril Björns Inga í stjórnmálum, fjölmiðlum og viðskiptum í fyrra.

Send hefur verið yfirlýsing til fjölmiðlavegna málsins frá Birtíngi:

Stjórnir Pressunnar ehf og Birtíngs ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Pressunnar á öllum hlutum í Birtingi útgáfufélagi ehf. af SMD ehf., Prospectus ehf. og Karli Steinari Óskarssyni. 

Birtingur útgáfufélag ehf. verður sjálfstætt dótturfélag Pressunnar ehf. og heldur áfram núverandi starfsemi sinni í óbreyttri mynd. Meginmarkið með samrunanum er hagræðing í rekstri félaganna og samþætting skylds reksturs. 

Birtíngur er helsta tímaritaútgáfa landsins. Meðal tímarita útgáfunnar eru Vikan, Nýtt líf, Mannlíf, Séð og heyrt, Gestgjafinn, Hús og híbýli, Júlía og Sagan öll.

Með samrunanum mun Pressan ehf. efla útgáfustarfsemi sína og samþætta rekstur Birtings útgáfufélags ehf. við núverandi útgáfu sína. Karl Steinar verður áfram framkvæmdastjóri og Björn Ingi Hrafnsson útgefandi.

Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd hafa verið sent erindi um samrunann, eins og lög gera ráð fyrir, og eru viðskiptin gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnana. 

Markmið samrunans að mynda stærra og öflugra fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði sem er betur í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður á markaði hér á landi og mæta síharðnandi samkeppni við aðra fjölmiðla, ekki síst erlenda. 

Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár