Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

RÚV biðst velvirðingar: Bjarni ekki stjórnarformaður

„Vegna rang­hermis í frétt­um í tengsl­um við einka­hluta­fé­lag sem ann­ast skal um­sýslu og fulln­ustu stöð­ug­leika­eigna, tek­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið fram, að fjár­mála­ráð­herra gegn­ir ekki stjórn­ar­for­mennsku í fé­lag­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu.

RÚV biðst velvirðingar: Bjarni ekki stjórnarformaður

Uppfært kl. 12:
Frétt RÚV í gær, þar sem fram kom að fjármálaráðherra hygðist sjálfur gegna stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem sér um sölu ríkiseigna, vakti mikla athygli. Stundin fjallaði um málið í morgun og setti í samhengi við umræður og nefndarálit af þinginu.

Nú hefur hins vegar fjármálaráðuneytið sent út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að ekki standi til að ráðherra verði stjórnarformaður. „Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu,“ segir í tilkynningunni.

Stundin ræddi við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins sem sagði að aldrei hefði staðið til að Bjarni gegndi stjórnarformennsku í félaginu. Hefur RÚV beðist velvirðingar á mistökunum.

Upphaflega frétt Stundarinnar má lesa hér að neðan:

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun gegna stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna sem til komnar eru af stöðugleikaframlögum.

Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem jafnframt segir að félagið verði stofnað á næstu dögum á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti þann 17. mars síðastliðinn

Samkvæmt því lagafrumvarpi sem upphaflega var lagt fram átti Seðlabankinn að stofna félagið og skipa stjórn þess. Jafnframt var kveðið á um að stjórnsýslulög giltu ekki um ákvarðanir sem teknar væru af hálfu félagsins. Frumvarpið tók hins vegar breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Í áliti nefndarmeirihlutans frá 29. febrúar kemur fram að „í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið“ hafi „komið fram veigamikil rök fyrir því að félagið verði ekki á forræði Seðlabanka Íslands heldur heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem fer með eignir ríkissjóðs“. Var Seðlabankinn sammála þessu. Þá var klausa um að félagið væri undanþegið stjórnsýslulögum fjarlægð úr frumvarpinu.

Ekki er að sjá að nefndarmenn hafi gert ráð fyrir að ráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Í álitinu er raunar tekið fram að verkefni félagsins verði „leyst í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu en ráðherra skipi hins vegar í stjórn félagsins“. Þessi skilningur kom einnig fram þegar málið var rætt á þingfundi 2. mars síðastliðinn. „Eins og ég segi tel ég þetta þó miklu betri leið, það er að stofnað sé sérstakt félag sem ráðherra skipi stjórn, hann hafi ekki aðkomu að einstökum ákvörðunum en beri ábyrgð á að stofna félagið og skipa stjórnina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 

RÚV greindi hins vegar frá því í gær að félagið taki til starfa á allra næstu dögum og fjármálaráðherra verði sjálfur stjórnarformaður þess. Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, virðist brugðið. „Þetta líst mér engan vegin á og ljóst er að þær ónotatilfinningar sem ég hef haft og ekki getað alveg skilið hvaðan koma varðandi uppgjör og afnám hafta hafi formgerst og ljóst að þetta fyrirkomulag getur ekki gengið upp og má ekki gerast,“ skrifaði hún á Facebook í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár