Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

RÚV biðst velvirðingar: Bjarni ekki stjórnarformaður

„Vegna rang­hermis í frétt­um í tengsl­um við einka­hluta­fé­lag sem ann­ast skal um­sýslu og fulln­ustu stöð­ug­leika­eigna, tek­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið fram, að fjár­mála­ráð­herra gegn­ir ekki stjórn­ar­for­mennsku í fé­lag­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu.

RÚV biðst velvirðingar: Bjarni ekki stjórnarformaður

Uppfært kl. 12:
Frétt RÚV í gær, þar sem fram kom að fjármálaráðherra hygðist sjálfur gegna stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem sér um sölu ríkiseigna, vakti mikla athygli. Stundin fjallaði um málið í morgun og setti í samhengi við umræður og nefndarálit af þinginu.

Nú hefur hins vegar fjármálaráðuneytið sent út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að ekki standi til að ráðherra verði stjórnarformaður. „Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu,“ segir í tilkynningunni.

Stundin ræddi við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins sem sagði að aldrei hefði staðið til að Bjarni gegndi stjórnarformennsku í félaginu. Hefur RÚV beðist velvirðingar á mistökunum.

Upphaflega frétt Stundarinnar má lesa hér að neðan:

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun gegna stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna sem til komnar eru af stöðugleikaframlögum.

Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem jafnframt segir að félagið verði stofnað á næstu dögum á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti þann 17. mars síðastliðinn

Samkvæmt því lagafrumvarpi sem upphaflega var lagt fram átti Seðlabankinn að stofna félagið og skipa stjórn þess. Jafnframt var kveðið á um að stjórnsýslulög giltu ekki um ákvarðanir sem teknar væru af hálfu félagsins. Frumvarpið tók hins vegar breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Í áliti nefndarmeirihlutans frá 29. febrúar kemur fram að „í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið“ hafi „komið fram veigamikil rök fyrir því að félagið verði ekki á forræði Seðlabanka Íslands heldur heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem fer með eignir ríkissjóðs“. Var Seðlabankinn sammála þessu. Þá var klausa um að félagið væri undanþegið stjórnsýslulögum fjarlægð úr frumvarpinu.

Ekki er að sjá að nefndarmenn hafi gert ráð fyrir að ráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Í álitinu er raunar tekið fram að verkefni félagsins verði „leyst í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu en ráðherra skipi hins vegar í stjórn félagsins“. Þessi skilningur kom einnig fram þegar málið var rætt á þingfundi 2. mars síðastliðinn. „Eins og ég segi tel ég þetta þó miklu betri leið, það er að stofnað sé sérstakt félag sem ráðherra skipi stjórn, hann hafi ekki aðkomu að einstökum ákvörðunum en beri ábyrgð á að stofna félagið og skipa stjórnina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 

RÚV greindi hins vegar frá því í gær að félagið taki til starfa á allra næstu dögum og fjármálaráðherra verði sjálfur stjórnarformaður þess. Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, virðist brugðið. „Þetta líst mér engan vegin á og ljóst er að þær ónotatilfinningar sem ég hef haft og ekki getað alveg skilið hvaðan koma varðandi uppgjör og afnám hafta hafi formgerst og ljóst að þetta fyrirkomulag getur ekki gengið upp og má ekki gerast,“ skrifaði hún á Facebook í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
3
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár