Gert er ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016. Er þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust. Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á blaðamannafundi í dag að lögð yrði áhersla á að greiða niður skuldir ríkisins. Afgangur af frumjöfnuði verður verulegur, eða um 73 milljarðar króna sem er meira en í flestum öðrum löndum um þessar mundir. „Ég hygg að það ríki sé vandfundið sem getur birt jafn mikla lækkun á heildarskuldum sínum eins og dregst upp á þessari mynd sem við erum að horfa á hér. Ég geri ráð fyrir að það land sé ekki til,“ sagði Bjarni á fundinum.
Athugasemdir