Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og bróð­ir fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Glitn­is, tók 500 millj­ón­ir króna út úr Sjóði 9 hjá Glitni þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu bank­ans. Feðg­arn­ir forð­uðu báð­ir mikl­um fjár­mun­um úr Glitni fyr­ir hrun. Bjarni Bene­dikts­son var á fundi með Glitn­ismönn­um nótt­ina fyr­ir yf­ir­töku.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída
Benedikt Sveinsson Faðir núverandi forsætisráðherra forðaði miklum fjármunum dagana fyrir fall Glitnis. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Athafnamaðurinn Benedikt Sveinsson tók 500 milljónir króna út úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans haustið 2008 og sendi féð til Flórída.

Benedikt er á lista fjölda aðila sem seldu fyrir samtals þrjá milljarða króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana áður en bankinn var þjóðnýttur samkvæmt ákvörðun Geirs Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, annars vegar, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi seðlabankastjóra, og samstarfsmanna hans. Samkvæmt Fréttablaðinu, sem fjallar um gögn þessa efnis í dag, íhugaði slitastjórn Glitnis að rifta viðskiptunum vegna mögulegra innherjasvika.

Benedikt er meðal annars faðir núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, sem var þingmaður og viðskiptafélagi Benedikts þegar viðskiptin voru gerð. Auk þess var bróðir Benedikts, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis til ársins 2007.

Hundruð milljóna til Flórída

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“ er skýringin við færslu Benedikts Sveinssonar á 400 milljónum króna úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. 1. október var gerð önnur færsla úr bankanum upp á hundrað milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“, sem gefur til kynna sama feril og í fyrri færslunni. 

Stundin hefur áður fjallað um að Benedikt Sveinsson hafi stofnað fyrirtæki á Tortóla í gegnum panamaísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca árið 2000. Starfsemi félagsins virðist hafa verið orðin óvirk árið 2010.

Í viðskiptum með Bjarna

Á árunum eftir síðustu aldamót var Benedikt umsvifamikill fjárfestir. Bjarni Benediktsson, sonur hans, var meðal annars fulltrúi fyrir hans hönd og hlutabréfa hans í olíufélaginu N1 og móðurfélagi þess, BNT ehf. Bjarni var stjórnarformaður beggja fyrirtækja þar til í árslok 2008 þegar hann hætti. Hann var því bæði þingmaður og umsvifamikill í viðskiptum með föður sínum á sama tíma.

Bjarni, var einnig náinn samstarfsmaður þingmannsins Illuga Gunnarssonar, sem sat í stjórn Sjóðs 9. Þeir skrifuðu meðal annars grein saman í desember 2008 þar sem þeir lögðu til upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Bjarni og Illugi voru báðir innvinklaðir í stjórnmál og viðskipti á sama tíma. Þeir voru báðir viðstaddir í höfuðstöðvum Stoða, áður FL Group, sem var nátengt Glitni, aðfararnótt 29. september, þegar þröngur hópur úr viðskiptum og stjórnmálum hittust til að ræða áhrif yfirtökunnar á Glitni.

Meðal vandræða sjóðs 9 voru að Stoðir skulduðu sjóðnum 18 milljarða króna, þegar staðan var tekin sumarið fyrir hrunið. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis lagði Illugi Gunnarsson áherslu á að ríkið legði fram fé í sjóð 9. Fram kom að bréfin hefðu verið keypt af ríkissjóði á 10,7 milljarða króna. Síðar hefur verið greint frá því að ekkert fé hafi runnið úr ríkissjóði í sjóð 9.

Næturfundur Bjarna með Glitnismönnum

Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra hjá Stoðum birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis:

„Síðar um nóttina hélt Björgvin G. Sigurðsson ásamt Jóni Þór Sturlusyni í höfuðstöðvar Stoða þar sem þeir voru boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson. Jón Þór Sturluson lýsti því við skýrslutöku að á fundinum hefði honum og Björgvin verið tjáð að fyrirhuguð aðgerð varðandi Glitni væri „gríðarlega alvarleg fyrir ekki bara þeirra fyrirtæki heldur hina bankana [...]“. Jón Þór sagði að undir lok fundarins hefði verið ákveðið að hann og Björgvin myndu ræða við Geir H. Haarde og kanna hvort lækka mætti fyrirhugað eignarhlutfall hins opinbera. Í kjölfarið héldu Björgvin og Jón Þór því til fundar við Geir á heimili hans.Var þá komið fram undir morgun. Björgvin segir að Geir hafi talið koma til greina að lækka fyrirhugað eignarhlutfall ríkisins í Glitni. Á sama tíma hafi Geir hins vegar fengið þær upplýsingar að samþykki helstu hluthafa væri komið. Hafi umræðan því ekki náð lengra.“

Sonur Benedikts Sveinssonar var því upplýstur um aðdraganda yfirtökunnar á Glitni og vandræði bankans sem höfðu í för með sér að eignir í sjóði 9 komust í algert uppnám og þar með 500 milljóna króna hagsmunir Benedikts. Hvað Bjarni vissi nákvæmlega tveimur dögum fyrir fund hans með Glitnismönnum í Stoðum, þegar faðir hans seldi eignina í sjóði 9, er hins vegar ekki ljóst. 

Feðgarnir forðuðu hundruð milljóna

Bjarni BenediktssonVar umsvifamikill í viðskiptum á sama tíma og hann var þingmaður.

Benedikt, og sonur hans Bjarni, seldu báðir hlutabréf sín í Glitni nokkrum mánuðum fyrr, eða í febrúar 2008. Skömmu áður hafði verulega bág staða bankans verið til umræðu í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, meðal annars hjá Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, og Geir Haarde forsætisráðherra.

Bjarni og Benedikt seldu samtals 57 milljónir hluta í Glitni. Benedikt seldi fyrir 850 milljónir króna og hefur því minnst náð að forða 1.350 milljónum króna frá Glitni.

Bjarni seldi fyrir 126 milljónir króna og segist hafa byggt hús sitt í Garðabænum fyrir féð. Hann segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Í sama mánuði og Bjarni seldi hlutabréfin tók hann þátt í umfangsmikilli fléttu til að hjálpa Glitni og Milestone í lausafjárvanda. Fléttan hefur kallast Vafningsfléttan, þar sem hún snerist um að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi ehf. til að útvega lán, svo forðast mætti veðkall bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Með fléttunni tók Glitnir að sér að fjármagna hlutabréf upp á 20 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni og faðir hans, sem stóðu að fléttunni, seldu sín persónulegu bréf.

Eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi íslenska bankakerfið og bæði Glitnir, Landsbankinn og Kauping fóru í þrot, auk þess sem gjaldeyrishöft voru sett á Íslandi.

Fjöldi Íslendinga sem átti fé í sjóði 9 átti eftir að tapa um 20% af eign sinni í sjóðnum. Benedikt Sveinsson virðist því hafa náð að bjarga 100 milljónum króna með sölu sinni á eign í sjóðnum þremur dögum fyrir þjóðnýtingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár