Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista

Hinn um­deildi mið­ill Út­varp Saga hef­ur reglu­lega ver­ið í fjöl­miðl­um að und­an­förnu vegna þess sem fjöl­marg­ir kalla hat­ursum­ræðu og ras­isma. Í gær gagn­rýndi leik­ar­inn Stefán Karl Stef­áns­son eig­anda út­varp­stöðv­ar­inn­ar, Arn­þrúði Karls­dótt­ur vegna um­mæla henn­ar og eft­ir­hermu um Ind­verja. Í dag kall­ar út­varps­stýr­an þá sem gagn­rýna hana sýru­hausa sem hafa eyðilagt líf sitt vegna neyslu fíkni­efna.

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista
Í hár saman Stefán Karl er engan veginn sáttur við það sem hann kallar rasisma hjá Útvarpi Sögu. Arnþrúður segir sig og útvarpsstöðina þó ekki vera á móti útlendingum heldur á móti glæpagengjum. Mynd: Pressphotos

Útvarpsstýran Arnþrúður Karlsdóttir sakaði gagnrýnendur sína á Útvarpi Sögu í morgun um að vera „dópistar sem eru búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu“, en hún hefur verið gagnrýnd fyrir fordómafull ummæli á útvarpsstöðinni.

Það gekk mikið á í símatíma Útvarps Sögu í morgun þegar útvarpsstýran sjálf, Arnþrúður Karlsdóttir, mætti í stúdíó ásamt kollega sínum Pétri Gunnlaugssyni. Stundin greindi frá því í gær að leikaranum og skemmtikraftinum Stefáni Karli Stefánssyni blöskraði umræða þáttastjórnenda um TiSA-samninginn í gær en við það tilefni lék Arnþrúður Indverja og lét út úr sér orðin „Curry, curry, curry.“

Í sömu andrá gaf Pétur það í skyn að hingað til lands gætu komið Indverjar og sett á laggirnar „karríverksmiðju“ sem myndi þýða flutning á þúsundum Indverja hingað til lands.

„Mér blöskraði að heyra þetta. Ég hlusta mikið á útvarp en þó sjaldnast á Útvarp Sögu og er það af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að hatursumræða táfýlusokka samfélagsins er ekki mjög uppbyggileg og sjaldnast málefnaleg,“ sagði Stefán Karl meðal annars í gær í samtali við Stundina.

Segist ekki á móti útlendingum

Í dag hélt umræðan áfram og þá aðallega um fréttaflutning Stundarinnar og þá sem hafa kosið að tjá sig um útvarpsstöðina í frétta- og samfélagsmiðlum. Arnþrúður og Pétur undirstrikuðu skoðun sína á TiSA-samningnum og aftur tók útvarpsstýran sig til og lék Indverja með orðunum „Curry, curry, curry“ áður en þau hlógu bæði tvö.  Þrátt fyrir það telur Arnþrúður á sig og stöðina hallað í umræðunni og segir Útvarp Sögu ekki vera á móti útlendingum heldur einungis á móti glæpagengjunum sem þeim fylgja hingað til lands.

„Þetta eru dópistar, gamlir dópistar, nýir dópistar og búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu“

„Það er þetta sem er að gerast, það eru glæpagengin. Ég er að meina lögreglan í Svíþjóð, hún getur ekki starfrækt heilu hverfin víðsvegar um Svíþjóð út af ógn,“ sagði Arnþrúður í morgun áður en kollegi hennar, Pétur Gunnlaugsson, greip orðið og hélt áfram: „Í Svíþjóð eru 55 hverfi, þau eru kölluð no go zones og þar er engin regluleg löggæsla og glæpagengin stjórna hverfunum. Þetta er ekki eitthvað sem við erum að segja hér og búa til. Þetta er veruleikinn.“

Gagnrýnendur hafa eyðilagt líf sitt með óreglu

Arnþrúður var sammála kollega sínum og vísaði gagnrýni á sig og útvarpsstöðina til föðurhúsanna með þessum orðum: „Þetta eru staðreyndir og það er eins og það megi ekki tala um það. Og ég verð nú að segja það við suma þessa sýruhausa sem eru þarna úti að rakka fólk niður og kalla það rasista og annað, að þetta eru dópistar, gamlir dópistar, nýir dópistar og búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu og svo fá þeir útrás á vefsíðum og inni á netsíðunum alveg hægri vinstri og eru reiðir og argir út í allt og alla.“

Pétur: „Þú meinar þeir vilja hafa þetta eins og í Svíþjóð, no go zones?“

Arnþrúður: „Jájá. Meðan þeir fá dópið sitt þá er það í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
6
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár