Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga

Ekk­ert fékkst upp í kröf­ur þeg­ar eign­ar­halds­fé­lag Boga Ósk­ars Páls­son­ar var úr­skurð­að gjald­þrota og verða því 308 millj­óna skuld­ir af­skrif­að­ar. Hann breytti nafni fé­lags­ins nokkr­um vik­um fyr­ir gjald­þrot­ið. Fé­lag­ið styrkti Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann tók sér hálf­an millj­arð í arð ár­ið 2007.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga
Dreginn fyrir dóm Arion banki hefur dregið Boga Pálsson fyrir dóm og sakað hann um að blekkja bankann og fremja fjársvik. Mynd: 365 ehf / Valgarður Gíslason

Engar eignir fundust í þrotabúi KSR ehf. eignarhaldsfélagi Boga Óskars Pálssonar, fyrrum stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Félagið átti stóran hlut í Exista. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun. Málaferli Arion banka gegn Boga standa enn yfir vestanhafs.

Sex milljarða skuldir voru færðar niður

Skiptum búsins lauk 6. ágúst síðastliðinn. Lýstar kröfur voru tæplega 308 milljónir króna. Bogi er bróðir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var enn fremur formaður viðskiptaráðs frá 2000 til 2004.

Félagið KSR ehf. hét áður Stofn ehf. og var eignarhaldsfélag Boga og fjölskyldu sem hélt utan um hlutabréf í Exista upp á 4,8 milljarða króna, sem urðu verðlaus við efnahagshrunið. Nafni félagsins var breytt 26. mars síðastliðinn, tuttugu dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði að taka skyldi búið til gjaldþrotaskipta.

Bogi var um tíma stjórnarmaður í Exista. DV greindi frá því árið 2012 að 6,3 milljarða króna skuldir félagsins hafi verið færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í Arion banka í kjölfar hrunsins árið 2008.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár