Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga

Ekk­ert fékkst upp í kröf­ur þeg­ar eign­ar­halds­fé­lag Boga Ósk­ars Páls­son­ar var úr­skurð­að gjald­þrota og verða því 308 millj­óna skuld­ir af­skrif­að­ar. Hann breytti nafni fé­lags­ins nokkr­um vik­um fyr­ir gjald­þrot­ið. Fé­lag­ið styrkti Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann tók sér hálf­an millj­arð í arð ár­ið 2007.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga
Dreginn fyrir dóm Arion banki hefur dregið Boga Pálsson fyrir dóm og sakað hann um að blekkja bankann og fremja fjársvik. Mynd: 365 ehf / Valgarður Gíslason

Engar eignir fundust í þrotabúi KSR ehf. eignarhaldsfélagi Boga Óskars Pálssonar, fyrrum stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Félagið átti stóran hlut í Exista. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun. Málaferli Arion banka gegn Boga standa enn yfir vestanhafs.

Sex milljarða skuldir voru færðar niður

Skiptum búsins lauk 6. ágúst síðastliðinn. Lýstar kröfur voru tæplega 308 milljónir króna. Bogi er bróðir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var enn fremur formaður viðskiptaráðs frá 2000 til 2004.

Félagið KSR ehf. hét áður Stofn ehf. og var eignarhaldsfélag Boga og fjölskyldu sem hélt utan um hlutabréf í Exista upp á 4,8 milljarða króna, sem urðu verðlaus við efnahagshrunið. Nafni félagsins var breytt 26. mars síðastliðinn, tuttugu dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði að taka skyldi búið til gjaldþrotaskipta.

Bogi var um tíma stjórnarmaður í Exista. DV greindi frá því árið 2012 að 6,3 milljarða króna skuldir félagsins hafi verið færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í Arion banka í kjölfar hrunsins árið 2008.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár