Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga

Ekk­ert fékkst upp í kröf­ur þeg­ar eign­ar­halds­fé­lag Boga Ósk­ars Páls­son­ar var úr­skurð­að gjald­þrota og verða því 308 millj­óna skuld­ir af­skrif­að­ar. Hann breytti nafni fé­lags­ins nokkr­um vik­um fyr­ir gjald­þrot­ið. Fé­lag­ið styrkti Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann tók sér hálf­an millj­arð í arð ár­ið 2007.

Arður, afskriftir og gjaldþrot hjá Boga
Dreginn fyrir dóm Arion banki hefur dregið Boga Pálsson fyrir dóm og sakað hann um að blekkja bankann og fremja fjársvik. Mynd: 365 ehf / Valgarður Gíslason

Engar eignir fundust í þrotabúi KSR ehf. eignarhaldsfélagi Boga Óskars Pálssonar, fyrrum stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Félagið átti stóran hlut í Exista. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun. Málaferli Arion banka gegn Boga standa enn yfir vestanhafs.

Sex milljarða skuldir voru færðar niður

Skiptum búsins lauk 6. ágúst síðastliðinn. Lýstar kröfur voru tæplega 308 milljónir króna. Bogi er bróðir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var enn fremur formaður viðskiptaráðs frá 2000 til 2004.

Félagið KSR ehf. hét áður Stofn ehf. og var eignarhaldsfélag Boga og fjölskyldu sem hélt utan um hlutabréf í Exista upp á 4,8 milljarða króna, sem urðu verðlaus við efnahagshrunið. Nafni félagsins var breytt 26. mars síðastliðinn, tuttugu dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði að taka skyldi búið til gjaldþrotaskipta.

Bogi var um tíma stjórnarmaður í Exista. DV greindi frá því árið 2012 að 6,3 milljarða króna skuldir félagsins hafi verið færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í Arion banka í kjölfar hrunsins árið 2008.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár