Tveir lögreglumenn bigsuðu við að koma fallega farðaðri og snyrtilega klæddri miðaldra konu í handjárn. Eiginmaðurinn hélt um hausinn á henni og reyndi að ná athygli hennar. Starfsmenn pítseríunnar Babylon horfðu á og hristu hausinn.
„Hún er rosa full,“ sagði einn þeirra á svissneskri þýsku. „Rosalega.“ Hann hallaði undir flatt og setti upp skondinn meira-hvernig-fólk-getur-látið svip.
„Hvað gerði hún?“ spurði ég. Konan var komin hálfa leið í baksæti ómerkts bílsins, en lögreglumennirnir áttu enn fullt í fangi með að setja á hana bílbelti.
„Hún æpti eitthvað að okkur,“ svaraði starfsmaðurinn. „Hælisleitendur, negrar, kakkalakkar. Eitthvað svoleiðis.“
„Hælisleitendur, negrar, kakkalakkar.“
Þótt klukkan væri orðin margt á laugardagskvöldi var þetta heldur óvænt. Hútúar kölluðu Tútsí-fólk kakkalakka í þjóðarmorðunum 1994. Nasistar notuðu sömu líkingu um Pólverja og kölluðu gyðinga rottur. Það er ekki beint hversdagslegt.
Einsog margir matsölustaðir í Evrópu er pítserían Babylon rekin af innflytjendum. Einsog margir innflytjendur verða starfsmennirnir fyrir …
Athugasemdir