Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almannatengslafyrirtæki falið að vekja athygli á RÚV-skýrslu

KOM fékk verk­efn­ið og mennta­mála­ráðu­neyt­ið borg­ar. Stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins var að­stoð­ar­mað­ur Ill­uga Gunn­ars­son­ar. Frið­jón Frið­jóns­son, starfs­mað­ur­inn sem sendi út frétta­til­kynn­ing­una, var að­stoð­ar­mað­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Almannatengslafyrirtæki falið að vekja athygli á RÚV-skýrslu

Almannatengslafyrirtækinu KOM var falið að boða fjölmiðla á kynningarfund um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um rekstur Ríkisútvarpsins í síðustu viku.

Samkvæmt ársreikningi KOM fyrir árið 2014 er Magnús Ragnarsson, sem hætti sem aðstoðarmaður Illuga í menntamálaráðuneytinu sama ár, stjórnarmaður í fyrirtækinu. Þá er hann stjórnarformaður þess samkvæmt gildandi skráningu í hlutafélagsskrá. 

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sem gegndi um tíma starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar á síðasta kjörtímabili, sendi út fréttatilkynninguna um kynningarfundinn fyrir hönd nefndarinnar.

Eyþór Arnalds segir í samtali við Stundina að nefndinni hafi sjálfri verið falið að standa að kynningu á efni skýrslunnar. Fyrirtækið KOM hafi verið fengið til verksins, enda sé það með aðsetur í sömu byggingu og Eyþór starfar, og menntamálaráðuneytið greiði fyrir þjónustuna. 

Kynningin vandlega skipulögð

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gerði kynningu RÚV-skýrslunnar að umtalsefni í pistli um helgina. „Á fimmtudag var kynnt skýrsla um RÚV. Í aðdragandanum var upplýsingum úr henni lekið í valda fjölmiðla og kynning hennar vandlega skipulögð af almannatengslafulltrúa sem vinnur mikið fyrir helstu leikendur í Sjálfstæðisflokknum,“ skrifaði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár