Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ákærður fyrir hrottafengna frelsissviptingu í Breiðholti

Sig­urð­ur Brynj­ar Jens­son er ákærð­ur fyr­ir frels­is­svipt­ingu í Breið­holti í sum­ar. At­vik­ið átti sér stað ein­ung­is mán­uði eft­ir að hann var dæmd­ur fyr­ir að­ild að hrylli­legri frels­is­svipt­ingu á Vog­um á Vatns­leysu­strönd. Þar var hann með­al ann­ars dæmd­ur fyr­ir að hafa beitt raf­byssu á kyn­færi fórn­ar­lambs.

Ákærður fyrir hrottafengna frelsissviptingu í Breiðholti
Ákærður Sigurður Brynjar var í sumar dæmdur fyrir aðild að Vogamálinu. Mynd: Facebook

Sigurður Brynjar Jensson, einn þeirra sem var dæmdur fyrir aðild að frelsissviptingunni á Vogum á Vatnsleysuströnd, hefur verið ákærður á ný fyrir aðra frelsissviptingu, nú í Breiðholti. Sigurður Brynjar var dæmdur 20. júlí síðastliðinn fyrir Vogamálið og fékk hann 14 mánaða fangelsisdóm, þar af 12 mánuðir skilorðsbundnir. Atvikið sem hann er nú ákærður fyrir gerðist eftir þann dóm, eða 15. ágúst síðastliðinn. 

„Hafi þeir notað rafbyssuna í langan tíma, meðal annars á háls, maga og bak og kynfæri hans, með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig.“

Í nýja málinu er Sigurður Brynjar ákærður ásamt öðrum manni sem ekki hefur fengið dóm í sambærilegu máli og verður því ekki nafngreindur hér. Sigurður Brynjar varð nítján ára á þessu ári en hinn maðurinn er talsvert eldri, fæddur árið 1988. Samkvæmt ákæru sviptu þeir stúlku á 19. ári og karlmanni á 22. ári frelsi sínu.

Notaði rafbyssu á kynfæri

Sá sem fékk þyngsta dóminn í Vogamálinu er Kristján Markús Sívarsson, oft kenndur við Skeljagranda, en hann fékk fjögurra ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sigurður Brynjar bar þó, samkvæmt dómi, ábyrgð á mörgum hrottalegustu misþyrmingum málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár