Yves Francois, haítískur karlmaður á sjötugsaldri, er eftirlýstur á heimasíðu Interpol fyrir hönd Íslands. Yves er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Mál hans og fjölskyldu hans rötuðu ítrekað í fjölmiðla í fyrra. Yves kom til Íslands árið 2012 á grundvelli fjölskyldusameiningar en fyrir bjó dóttir hans hér á landi.
Í frétt DV frá því í fyrra var greint frá því að Yves hafi komið til landsins með eiginkonu sinni, dóttur og tveimur barnabörnum. Yves er grunaður um að hafa brotið gegn öðru barnabarninu, stúlku sem er á sjötta aldursári nú. Samkvæmt fréttaflutningi var Yves og stúlkan flóttafólk frá Haítí sem flúði land vegna mannskæðs jarðskjálfta þar árið 2010. Yves framvísaði skjöl við komu til Ísland um að hann væri forsjáraðili stúlkunnar þar sem móðir hennar hefði látist í jarðskjálftanum.
Athugasemdir