Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Afskráði mætingu á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Hörð­ur Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála, er ekki leng­ur skráð­ur til þátt­töku á lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann neit­ar að svara spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar.

Afskráði mætingu á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ekki lengur skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í frétt á Kjarnanum er haft eftir Herði að hann sé ekki landsfundarfulltrúi né hafi hann sóst eftir að verða slíkur. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifaði leiðara í gær þar sem hann vísaði meðal annars í frétt Stundarinnar um málið. Hörður kom því á framfæri við Kjarnann í dag að frétt Stundarinnar væri ekki rétt og var leiðaranum breytt í samræmi við þá ábendingu. 

Stundin sagði frá því í síðustu viku að Hörður væri skráður til þátttöku á landsfund en hann hafði skráð sig til þátttöku á Facebook-viðburði á vegum Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði hann fullyrt í samtali við Stundina að hann hefði engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. 

Hann hefur nú afskráð sig af mætingarlista á landsfundinn. Í texta með viðburðinum segir að aðildarfélög og fulltrúaráð flokksins skipi landsfundarfulltrúa og að allir sjálfstæðismenn geti sóst eftir seturétti. Þeim sem hafa skráð sig til þátttöku á viðburðinum ætti því að vera ljóst að til þess að mæta á landsfund þurfi þeir að vera skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og skipaðir landsfundarfulltrúar. 

Var skráður til þátttöku
Var skráður til þátttöku Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, var í síðustu viku skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann er það ekki lengur.

Stundin hafði samband við Hörð og bað um nánari útskýringar. Hann sagðist ekki vilja svara blaðamanni símleiðis og bað um að fá sendar spurningar með smáskilaboðum á farsíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár