Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Afskráði mætingu á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Hörð­ur Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála, er ekki leng­ur skráð­ur til þátt­töku á lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann neit­ar að svara spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar.

Afskráði mætingu á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ekki lengur skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í frétt á Kjarnanum er haft eftir Herði að hann sé ekki landsfundarfulltrúi né hafi hann sóst eftir að verða slíkur. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifaði leiðara í gær þar sem hann vísaði meðal annars í frétt Stundarinnar um málið. Hörður kom því á framfæri við Kjarnann í dag að frétt Stundarinnar væri ekki rétt og var leiðaranum breytt í samræmi við þá ábendingu. 

Stundin sagði frá því í síðustu viku að Hörður væri skráður til þátttöku á landsfund en hann hafði skráð sig til þátttöku á Facebook-viðburði á vegum Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði hann fullyrt í samtali við Stundina að hann hefði engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. 

Hann hefur nú afskráð sig af mætingarlista á landsfundinn. Í texta með viðburðinum segir að aðildarfélög og fulltrúaráð flokksins skipi landsfundarfulltrúa og að allir sjálfstæðismenn geti sóst eftir seturétti. Þeim sem hafa skráð sig til þátttöku á viðburðinum ætti því að vera ljóst að til þess að mæta á landsfund þurfi þeir að vera skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og skipaðir landsfundarfulltrúar. 

Var skráður til þátttöku
Var skráður til þátttöku Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, var í síðustu viku skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann er það ekki lengur.

Stundin hafði samband við Hörð og bað um nánari útskýringar. Hann sagðist ekki vilja svara blaðamanni símleiðis og bað um að fá sendar spurningar með smáskilaboðum á farsíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár