Afar sjaldgæft er að ólögleg efni komi fyrir í dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hér á landi. Fyrst og fremst er um að ræða lyf sem eru á markaði hér á landi og áfengi. Á síðasta ári var Embætti landlæknis með 48 dauðsföll til skoðunar vegna lyfjanotkunar, sem er töluverð fjölgun frá fyrri árum, og í flestum tilfellum var dánarorsökin of stór skammtur af sterkum verkjalyfjum. Flest þeirra sem láta lífið vegna lyfjanotkunar hafa áður verið lögð inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar.
Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir nauðsynlegt að kanna hvort læknar séu nógu vel upplýstir um misnotkun þessara lyfja. Þá kallar hann eftir auknu samstarfi á milli lögreglu og Landlæknisembættisins.
Oxýkódon algengast
Eins og áður segir voru 48 dauðsföll vegna lyfjanotkunar tekin til skoðunar á síðasta ári, en til samanburðar voru 36 dauðsföll tekin til skoðunar árið 2015. Ólafur segir að sem betur fer virðist ætla að …
Athugasemdir