Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

48 dauðsföll vegna lyfjanotkunar á síðasta ári

Embætti land­lækn­is var með 48 dauðs­föll vegna lyfja­notk­un­ar til skoð­un­ar á síð­asta ári. Flest­ir höfðu áð­ur ver­ið lagð­ir inn á bráða­deild vegna lyfja­eitr­un­ar. Verk­efn­is­stjóri lyfja­mála kall­ar eft­ir auknu sam­starfi við lög­reglu.

48 dauðsföll vegna lyfjanotkunar á síðasta ári

Afar sjaldgæft er að ólögleg efni komi fyrir í dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hér á landi. Fyrst og fremst er um að ræða lyf sem eru á markaði hér á landi og áfengi. Á síðasta ári var Embætti landlæknis með 48 dauðsföll til skoðunar vegna lyfjanotkunar, sem er töluverð fjölgun frá fyrri árum, og í flestum tilfellum var dánarorsökin of stór skammtur af sterkum verkjalyfjum. Flest þeirra sem láta lífið vegna lyfjanotkunar hafa áður verið lögð inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar. 

Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir nauðsynlegt að kanna hvort læknar séu nógu vel upplýstir um misnotkun þessara lyfja. Þá kallar hann eftir auknu samstarfi á milli lögreglu og Landlæknisembættisins. 

Oxýkódon algengast

Eins og áður segir voru 48 dauðsföll vegna lyfjanotkunar tekin til skoðunar á síðasta ári, en til samanburðar voru 36 dauðsföll tekin til skoðunar árið 2015. Ólafur segir að sem betur fer virðist ætla að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár