Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

40 prósent vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, er sá stjórn­mála­leið­togi sem flest­ir vilja að taki við embætti for­sæt­is­ráð­herra sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könn­un. Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fylg­ir á eft­ir með 25,6 pró­senta stuðn­ing.

40 prósent vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi á Íslandi sem flestir vilja að taki við embætti forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fara á laugardaginn. 

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem framkvæmd var dagana 20. til 27. október vilja um 40 prósent landsmanna helst að Katrín gegni embættinu. Næstvinsælasta forsætisráðherraefnið er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann nýtur 25,6 prósenta stuðnings.

Þar á eftir koma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 14,3 prósent og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar með 7,3 prósent. 

Um 6 prósent svarenda vilja að Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata taki við embætti forsætisráðherra og 4 prósent vilja að Benedikt Jóhannesson gegni hlutverkinu. Neðst er Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, með 3 prósenta stuðning. 

Katrín Jakobsdóttir nýtur meiri stuðnings hjá fólki á aldrinum 18 til 44 ára heldur en meðal þeirra sem eldri eru. Bjarni Benediktsson er hins vegar vinsælli meðal þeirra sem eldri eru heldur en hjá hinum yngri. Mestur stuðningur við Bjarna er hjá þeim sem eru 65 ára eða eldri. 

Katrín nýtur meiri stuðnings meðal kvenna en karla en hjá Bjarna er þessu öfugt farið. Þá er marktækur munur á stuðningi við Bjarna og Katrínu eftir menntun. Bjarni nýtur mestra vinsælda meðal þeirra sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi en Katrín er með afgerandi stuðning háskólamenntaðs fólks.

Þegar sundurgreint er eftir fjölskyldutekjum kemur í ljós að einungis einn hópur vill frekar að Bjarni gegni embætti forsætisráðherra heldur en Katrín. Þetta er tekjuhæsti hópurinn, þeir sem eru með 1,5 milljón eða meira á mánuði. 

Könnunin var unnin fyrir auglýsingastofuna Dynamo, en stofan hefur meðal annars sinnt verkefnum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í aðdraganda komandi þingkosninga. Um er að ræða netkönnun með 1398 manna úrtak handahófsvalinna úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 821 manns, fólk af öllu landinu, 18 ára og eldra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár