Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Ferskir fróðleiksmolar um faraldurinn

  • Færeyingar eiga nú aftur metið: þeir hafa nú prófað kórónuveirusmit í hærra hlutfalli heimamanna en gert hefur verið í nokkru öðru landi eða 18% mannfjöldans. Í Færeyjum (mannfjöldi 49 þús.) hafa greinzt 187 smit borið saman við 185 fyrir þrem vikum og enginn hefur látizt af völdum veirunnar. Annað sætið á listanum með næstflest smitpróf miðað við mannfjölda, 16%, skipa Íslendingar. Hér heima hafa greinzt 1801 smit og tíu hafa látizt. Íslensk erfðagreining sem er einkafyrirtæki í erlendri eigu verðskuldar virðingu og þökk fyrir að hafa gert meiri hluta smitprófanna og það ókeypis.
  • Tíu efstu sæti listans yfir flest smitpróf miðað við mannfjölda skipa smáríki með milljón íbúa eða færri. Löndin eru, auk Færeyja og Íslands, Gíbraltar (mannfjöldi 34 þús.), Sameinuðu furstadæmin (9,9 milljónir), Falklandseyjar (3,500), Barein (1,7 milljónir), Malta (442 þús.), San Marínó (34 þús.), Lúxemborg (626 þús.) og Bermúda (62 þús.). Upptalningin sýnir að Sameinuðu furstadæmin og Barein eru einu milljónaríkin í hópnum. Í Bermúda sem skipar 10. sæti listans hafa 7% landsmanna verið prófuð. Danir hafa prófað 6%, Norðmenn 4% eins og Rússar, Bandaríkin 3% eins og Þjóðverjar og Svíar innan við 2%.
  • Trump Bandaríkjaforseti barði sér á brjóst í gær og sagði land sitt standa jafnfætis Þjóðverjum í baráttunni gegn veirunni. Hann virðist hafa farið dálkavillt í töflunni. Bandaríkjamenn hafa prófað svipað hlutfall síns fólks og Þjóðverjar eins og áður sagði, en dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin þrisvar sinnum fleiri í Bandaríkjunum en í Þýzkalandi miðað við mannfjölda. Það segir okkur að prófin og meðfylgjandi smitrakning og einangrun smitaðra eru markvissari í Þýzkalandi.
  • Bandaríkjastjórn hefur vanrækt smitpróf og smitrakningu enda þrætti hún fyrir faraldurinn vikum saman líkt og hún hefur þrætt fyrir loftslagsbreytingar. Forsetinn ber ekki skynbragð á vísindi og hefur umkringt sig með óhæfum ráðgjöfum. Efnahagsráðgjafar hans eru afleitir (ég þekki til þeirra) og þá er varla mikils að vænta af öðrum ráðgjöfum þótt Anthony Fauci sóttvarnalæknir sé að sönnu traustur. Enda vantreystir forsetinn Fauci og bannaði honum beinínis að bera vitni í fulltrúadeild þingsins um daginn. Fyrrum forstjóri leyniþjónustunnar CIA lýsti vandanum svo í hittiðfyrra að ríkisstjórn Trumps væri ekki skipuð „the best and the brightest“ heldur þveröfugt.
  • Á listanum yfir fjölda dauðsfalla sem hlutfall af mannfjölda skipa Bandaríkin nú 13. sætið og þokast æ hærra upp eftir listanum. Fullyrðingar Trumps forseta um að smitpróf séu engin fyrirstaða eru rangar. Veiran æðir nú milli herbergja í Hvíta húsinu þótt þar séu menn að vísu prófaðir kvölds og morgna.
  • Heiminum stafar nú umtalsverður háski af skorti á úthaldi við varnir gegn veirunni í Bandaríkjunum og annars staðar. Faraldurinn getur blossað upp aftur ef menn gá ekki að sér.
  • Efnahagsafleiðingar faraldursins eru nú þegar orðnar grafalvarlegar. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 15% af mannafla sem er meira en nokkurn tímann áður síðan í kreppunni miklu 1929-1939. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru fumkennd og virðast taka frekar mið af fyrirtækjum en fólki.
  • Efnahagsafleiðingar faraldursins hér heima eru einnig orðnar grafalvarlegar þótt nýjasta atvinnuleysistala Hagstofu Íslands sé 2,7% fyrir marz. Hvort næsta mæling fer upp fyrir 15% eins og í Bandaríkjunum vitum við ekki enn (atvinnuleysið hélzt innan við 10% eftir hrun) né heldur vitum við hvernig fara mun fyrir bönkum og lífeyrissjóðum sem mokuðu lánsfé í hótelbyggingar og annað eins og enginn væri morgundagurinn.
  • Enn er of lítið vitað. Eitt er þó ljóst: Nú kæmi sér vel að hafa safnað rentunni af sameiginlegum náttúruauðlindum þjóðarinnar í gildan varasjóð líkt og Norðmenn hafa gert undangengin 30 ár og nýja stjórnarskráin sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 mælir fyrir um frekar en að leyfa rentunni að renna mestmegnis inn á einkareikninga, suma í skattaskjólum.
  • Norska ríkisstjórnin fékk hæft fólk strax í febrúar til að kortleggja líklegar efnahagsafleiðingar faraldurins fyrir Noreg. Það gerði Trump forseti auðvitað ekki og þá ekki heldur ríkisstjórn Íslands svo vitað sé.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fréttir

Nýr Laug­ar­dalsvöll­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.
Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.
Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.