Þessi færsla er rúmlega 12 mánaða gömul.

Ávarp á Austurvelli

Það er rífandi gangur í endurskipulagningu bankakerfisins.

Fjármálaráðherra talar um ”ánægjulegan lokahnykk á vel heppnuðu söluferli“.

Hverjir voru valdir til að kaupa bréfin í Íslandsbanka á undirverði?

Hér eru nokkrir nýir eigendur Íslandsbanka:

  • Einn er nýkominn af Kvíabryggju, dæmdur fyrir umboðssvik o.fl.
  • Annar fékk átta mánaða dóm, einnig fyrir umboðssvik o.fl.
  • Enn annar er með Interpol á hælunum, hann var stjórnarformaður Glitnis í hruninu og þurfti að horfa á eftir bankastjóra sínum og mörgum öðrum starfsmönnum í steininn og hann hefur nú réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á Samherja vegna meintra lögbrota í Namibíu og víðar.
  • Einn hrunverjinn enn fékk að auki nýlega á sig kæru fyrir kynferðisofbeldi.
  • Enn annar (faðir fjármálaráðherrans) forðaði 500 mkr. út úr Sjóði 9 í Glitni til Flórída þrem dögum fyrir þjóðnýtingu bankans meðan aðrir viðskiptavinir bankans brunnu inni með allt sitt og sonurinn seldi allt sitt í Sjóði 9 í sömu svifum.
  • Einn kaupandinn enn er eigandi dagblaðs sem mærir Pútín og Trump á víxl.
  • Og svo eru þarna ýmsir aðrir minni spámenn úr hópi hrunverja.

Þarna er sem sagt rjómi rjómans í viðskiptalífinu – crème de la crème eins og Frakkar myndu segja.

Fjármálaráðherra er upphafssmaður og aðalarkitekt þessarar ósvinnu.

Saksóknarar þurfa að athuga hvort hann hefur gert sig sekan um brot gegn ákvæðum hegningarlaga um umboðssvik, sömu ákvæðum og leiddu til fangelsisdóma yfir fjölmörgum bankamönnum eftir hrun, einnig tveim þeirra sem eru nú aftur orðnir eigendur banka í boði ráðherrans.

Við fjármálaráðherra vil ég segja þetta:

Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti sem þú ert viðriðinn bankarán og þið feðgar. Segðu af þér. Snautaðu heim til þín.

Við forsætisráðherra vil ég segja þetta:

Þetta gerist alltsaman á þinni vakt, þú ert veizlustjórinn. Sjáðu sóma þinn í að segja þig frá þessu bankasöluhneyksli og rifta sölunni.

Ef nýja stjórnarskráin væri nú í gildi frekar en í gíslingu gerspilltra stjórnmálamanna hefði þetta hneyksli trúlega ekki komið upp því þá hefðu þau vitað að þau mættu ekki halda kaupendalistanum leyndum. Þau reyndu að leyna listanum, en tilraunin mistókst. Þess vegna stöndum við hér.

Endurglæpavæðingu bankakerfisins verðum við að stöðva, strax.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þakka fyrir sannorða grein
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ALLIR ættu að lesa bókina "Hinir ósnertanlegu" !!!!

    http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/

    "130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"

    "Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"

    "Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"

    Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Afborganir af óverðtryggðum lánum hafa tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um hafa tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Af­borg­un af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.
1. apríll
Bíó Tvíó#230

1. apríll

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Hauks M. Hrafns­son­ar frá 2003, 1. apríll.