Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hringamyndun í stjórnmálum

Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána.

Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða.

  • Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda og þrátt fyrir fordæmingu mannréttindanefndar SÞ 2007 og fyrirmæli hennar um að nema mannréttindabrotaþáttinn, mismununina, burt úr kvótakerfinu.
  • Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis svo að Ísland situr nú á bekk með ólánsríkjum þar sem lýðræði á í vök að verjast.
  • Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis.

Þennan lista mætti lengja.

Vandinn er ekki bundinn við Ísland.

Meira um hringa: Hringar breiða úr sér og Enn um hringa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni