Þessi færsla er rúmlega 11 mánaða gömul.

Uppástand

Uppástand

Neyzla er nauðsynleg öllu lífi á jörðu ef ekki beinlínis æðsti tilgangur alls sem anda dregur. En samt fer misjafnt orð af henni – þ.e. neyzlunni, ekki jörðinni. Við neytum matar og drykkjar því annars héldum við ekki lífi. Við öndum að okkur loftinu sem umlykur jörðina því annars myndum við kafna. Við fögnum fegurð heimsins með því að gleðjast yfir grösugum sveitum, iðandi mannlífi í borgum og bæjum og bókmenntum og listum, fuglum himinsins og fiskinum í sjónum. Allt er þetta neyzla.

Sumum finnst neyzla tortryggileg, þeim finnst hún vitna um frekju og græðgi. En það á bara við um ofneyzlu, ekki neyzlu. Þessi tortryggni eða ruglingur hefur ratað inn í daglegt mál. Sagt er um fíkniefnaneytendur að þeir séu í neyzlu, en það á sér þó þá eðlilegu skýringu að neyzla og ofneyzla fíkniefna eru yfirleitt einn og sami hluturinn. Sama á ekki við um víndrykkju því þar er jafnan gerður greinarmunur á drykkju og ofdrykkju. Einföld orðaleit á netinu leiðir í ljós að orðið neyzla er 20 sinnum algengara en orðið ofneyzla, en orðið drykkja er bara sex sinnum algengara en orðið ofdrykkja. Orðið vanneyzla kemur næstum aldrei fyrir og orðið vandrykkja er ekki til í málinu nema þá sem lýsingarorð – vand-rykkja – í eldgömlu orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar frá Grunnavík.

Engum dytti í hug að segja: Neyzla er dyggð – lífsnauðsynleg, já, en ekki dyggð. Samt segja menn gjarnan eða hugsa sér að sparnaður sé dyggð þótt sparnaður sé í reyndinni ekki hafður til annars en að fresta neyzlu um hríð. Ein fegursta regla hagvaxtarfræðinnar er Gullna reglan sem svo er nefnd og hljóðar svo: Hagsýn heimili og þá einnig heil þjóðarbú eyða vinnutekjum sínum á líðandi stund og leggja vaxtatekjurnar til hliðar.

Gullna reglan er kennd við Edmund Phelps, prófessor í Columbíu-háskóla í New York, Nóbelsverðlaunahafa og heiðursdoktor í Háskóla Íslands, þar eð hann uppgötvaði regluna. Rímar Gullna reglan við raunveruleikann? Þegar litið er á heiminn í heild langt aftur í tímann, þá nema vinnutekjurnar um tveim þriðju hlutum þjóðartekna og vaxtatekjurnar um þriðjungi. Gullna reglan mælir því fyrir um að um tveim þriðju hlutum teknanna sé varið til neyzlu án tafar og þriðjungur teknanna sé lagður til hliðar.

Samt eru það eiginlega bara Asíuþjóðir sem hafa lagt svo hátt hlutfall tekna sinna til hliðar, þriðjung eða meira, síðustu hálfa öld. Mikill sparnaður útheimtir þolinmæði og fórnir þar eð fé, sem lagt er til hliðar og leyft að bíða betri tíma, verður ekki einnig notað til neyzlu án tafar.

Hér er kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna mörg Asíulönd hafa vaxið svo hratt sem raun ber vitni frá 1960. Þessi lönd voru meðal fátækustu landa heims 1960 og eru nú sum meðal hinna ríkustu, t.d. Singapúr og Suður-Kórea. Einn lykillinn að lífskjarabyltingunni í þessum löndum ásamt auknu langlífi er virðingin fyrir Gullnu reglunni. Sparnaður heimila, fyrirtækja og almannavalds er undirstaða fjárfestingar, og fjárfesting, bæði innlend og erlend, er einn lykillinn að góðum lífskjörum til lengdar, a.m.k. í efnalegu tilliti.

Í okkar heimshluta hafa sparnaður og fjárfesting verið mun minni en í Asíu, eða rösklega fimmtungur af þjóðartekjum, langt undir forskrift Gullnu reglunnar. Því er engin furða að Evrópa og Ameríka hafa vaxið hægar en Asía. Á Íslandi hefur verðbólga grafið undan sparnaði og þá um leið undan vexti og viðgangi efnahagslífsins og lífskjörum almennings og lætur nú aftur á sér kræla.

Sparnaður tekur á sig margar myndir. Í fátækum löndum hneigist fólk til að hlaða niður börnum í þeirri von að eitthvert þeirra verði þá kannski eftir hjá foreldrunum og ali önn fyrir þeim í ellinni. Þörfin fyrir lífeyri til elliáranna verður þá að því skapi minni. Eftir því sem fátæk lönd taka sér smám saman til fyrirmyndar velferðarstefnu Evrópuríkja sem upphófst í kanslaratíð Bismarcks í Þýzkalandi um 1870, þá minnkar þörfin fyrir mörg börn og stórar fjölskyldur. Í æ fleiri löndum heimsins eru þetta tvö til þrjú börn látin duga hverri fjölskyldu í stað mun fleiri barna að jafnaði á fyrri tíð.

Sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling orðaði þessa hugsun svo: Í fátækum löndum lifa menn stutt í stórum fjölskyldum. Í ríkum löndum lifa menn lengi í litlum fjölskyldum. Fátæku löndin halda æ fleiri áfram að fikra sig í átt að ríkari löndum með því að hægja á fólksfjölgun og lifa lífinu lengur og betur. Í barnmörgum fjölskyldum í fátækum löndum hafa foreldrarnir ekki ráð á að senda nema kannski elzta soninn í skóla. Í minni fjölskyldum fara færri börn alls á mis af fjárhagsástæðum.

Öll börn þurfa að fá að sitja við sama borð.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Margt athyglisvert. Nefna hefði mátt að Paul Krugman segir að sparnaður sé nánast enginn í Bandaríkjunum, minni en í velferðaríkjum Vestur-Evrópu. Hann segir líklegt að ofurbjartsýni Kana hafi um vélt, þeir telji sig ekki þurfa að spara vegna þess að allt muni reddast í framtíðinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?