Þessi færsla er rúmlega 5 mánaða gömul.

Leppar

Mér er minnisstæður leynifundur sem var haldinn í Háskóla Íslands fyrir fáeinum árum í sambandi við stofnun Íslandsdeildar Transparency International.

Meðal fundargesta var einn æðsti embættismaður réttarkerfisins.

Þegar röðin kom að honum þar sem við sátum kannski fimmtán manns í kringum borð lýsti hann þeirri skoðun að spilling hefði aldrei verið minni á Íslandi en einmitt þá og væri ekki annað en hugarburður einhverra bloggara – og bandaði hendinni í áttina að einum viðstaddra.

Nú skilst mér að núverandi dómsmálaráðherra hafi nýverið lýst svipaðri skoðun á Alþingi.

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency lýsir ræðu ráðherrans svo að hann hafi gefið „til kynna að ... OECD væri raunar bara leppur fyrir Transparency International á Íslandi sem er ... leppur fyrir Þorvald Gylfason“.

Ég á sem sagt að hafa bæði Transparency og OECD í vasanum.

(Þegar menn fá svona meðmæli á æðstu stöðum stjórnsýslunnar getur þeim stundum í hégóma sínum dottið í hug að biðja um að fá þau skrifleg, en þess þarf ekki í þessu tilviki þar eð skrifleg staðfesting bíður birtingar í Alþingistíðindum.)

Af þessum ummælum dómsmálaráðherrans má ráða hversu óheppilegt það er að Ísland skuli ekki enn vera haft með í fjölþjóðlegum gagnasöfnum um lög og rétt og gangvirki réttarkerfisins.

Bandaríska lögmannafélagið hefur frá 2008 haldið úti samtökum til varnar lögum og rétti og jafnframt skínandi fróðlegu vefsetri, World Justice Project, þar sem löndum eru gefnar einkunnir fyrir réttarkerfi sín frá 2012 til þessa dags. Vonir standa til að gögnin verði unnin lengra aftur í tímann.

Markmið samtakanna er að dreifa upplýsingum um lög og rétt til að styrkja réttarríkið.

Ærin er þörfin þar eð lögum og rétti hefur hnignað á heimsvísu fimmta árið í röð eins og segir í nýjustu skýrslu samtakanna þar sem 140 löndum eru gefnar einkunnir.

Hlutlausir og sérfróðir matsmenn eru á hverju ári fengnir til að vega og meta átta þætti laga og réttar í æ fleiri löndum. Þeir eru:

  1. Aðhald að valdstjórninni, þ.m.t. skilvirkni eftirlitsstofnana
  2. Fjarvist spillingar
  3. Opin og gegnsæ stjórnsýsla
  4. Mannréttindi
  5. Öryggi borgaranna
  6. Framfylgd laga
  7. Framgangur réttvísinnar í einkamálum
  8. Framgangur réttvísinnar í sakamálum

Einkunnirnar fyrir hvern matsþátt eru síðan vegnar saman til að reikna út aðaleinkunnina eins og tíðkast í skólastarfi.

Aðferðin sem höfð er við matið er svipuð þeirri sem erlendar stofnanir nota til að meta til dæmis lýðræði og gefa löndum einkunnir fyrir lýðræði sem undangengin ár hefur einnig átt undir högg að sækja í æ fleiri löndum líkt og réttarríkið. Þetta tvennt hangir saman.

Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð skipa fjögur efstu sæti listans yfir réttarríkin. Listinn er býsna fróðlegur. Bandaríkin skipa 26. sæti listans, skör lægra en til dæmis Eistland, Lettland og Litháen.

Eitt af mörgu sem dregur sum lönd niður í mælingunum eru spilltir og dómgreindarlausir dómsmálaráðherrar og dilkarnir sem þeir draga á eftir sér.

Ég hef beðið bandaríska lögmannafélagið að bæta Íslandi í gagnabankann eins fljótt og hægt er og óskað eftir því að erlendir sérfræðingar verði hafðir með í ráðum.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Nú skilst mér að núverandi dómsmálaráðherra hafi nýverið lýst svipaðri skoðun á Alþingi."
    Jón Gunnarsson er einn spilltasti ráðherrann. Notaði embættið til að útvega frambjóðanda sem kjósendur höfnuðu hálaunastarf. Hafði áður verið þingmaður án þess að koma neinu í verk. Því miður teljast svona gjörningar ekki til spillingar hér á skerinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Afborganir af óverðtryggðum lánum hafa tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um hafa tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Af­borg­un af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.
1. apríll
Bíó Tvíó#230

1. apríll

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Hauks M. Hrafns­son­ar frá 2003, 1. apríll.