Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Brottkast

9
Margir sjómenn og aðrir hafa árum saman vitnað, jafnvel í sjónvarpi, um brottkast og annað svindl í kvótakerfinu. Glæpastarfsemi hefur samkvæmt þessum upplýsingum grafið um sig í sjávarútveginum og væntanlega smitað út frá sér. Lögregla og saksóknarar láta vitnisburði um slík lögbrot eins og vind um eyru þjóta. Slík vanræksla varðar einnig við lög. Nú loksins er einn angi meintra brota, meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir kvóta, kominn til kasta saksóknara í Namibíu og á Íslandi og styttist í að dómur falli þar suður frá. Kannski armur laganna nái að endingu frá Namibíu heim til Íslands.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu