Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Misvægi atkvæða

10
Kosningarnar 25. september verða ólögmætar í þriðja skiptið í röð þar eð þær munu fara fram samkvæmt kosningalögum sem 67% kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 2012. Kosningalögin draga taum dreifbýlis á kostnað þéttbýlis. Við bætist að reglan sem er notuð til að telja upp úr kjörkössunum magnar hlutdrægnina. Vandinn er ekki bundinn við Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn bar einnig oftast úr býtum hærra hlutfall þingsæta en atkvæða í alþingiskosningum 1978-2017. Einfaldur hlutfallsreikningur sýnir að þessi slagsíða veitti Sjálfstæðisflokknum samtals 13 þingsæti í forgjöf á þessu tímabili og Framsókn 16 sæti í forgjöf, eða tvö sæti samanlagt í hverjum kosningum að jafnaði, sé miðað við þær reglur sem notaðar eru við úthlutun þingsæta í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Reglur Dana, Norðmanna og Svía duga vel til að tryggja jafnt vægi atkvæða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni