Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Lærum af landsliðinu!

 Nýlega sýndi norska ríkissjónvarpið þátt um íslenska kraftaverka-landsliðið í knattspyrnu.

Ég tók sérstaklega eftir einu: Landsliðsmennirnir töluðu um mikla samstöðu innan liðsins. Þeir sögðu enga klíkumyndun í liðinu, enginn reynir að troða á öðrum. Strákarnir treysta hver öðrum, traustið eflir sam-framtaksemi þeirra og er líklega lykillinn að velgengni landsliðsins.

Traust er gulli betra, vantraust er efnahagskerfum dýrt. Til að efla íslenskt efnahagskerfi verður að auka traustið. En það verður aðeins gert ef menn hætta að troða á hver öðrum, hætta vanvirða reglur, t.d. með því að koma fé sínu til framandi landa eins og stórbokkar gera. Og hætta að svína í umferðinni eins og almenningur gerir, fara að sýna öðru fólki tillitssemi. Losa sig við frekjuna íslensku.

Hvað sem því líður þá eru  landsliðspiltarnir búnir mörgum  af bestu kostum Íslendinga, eljuseminni   og sjálfstraustinu. Megi þeim ganga sem best í keppninni, megi Íslendingar læra af þeim!

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni