Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Guðni Th., hinn nýi Kristján Eldjárn!
Íslendingar minnast Kristjáns Eldjárns, forseta, með virðingu og þakklæti.
Hann var hógvær en virðulegur, sannur alþýðumaður en höfðingi um leið. Lærdómsmaður án menntahroka. Íslendingur fram í fingurgómana en alveg laus við þjóðrembu. Og gersneyddur valdgirni.
Þessi lýsing á líka vel við Guðna Th. Jóhannesson. Hann er öllum þeim kostum búinn sem prýða mega góðan forseta. Ég styð hann heilshugar og vona að hann vinni góðan sigur í forsetakosningunum.
Athugasemdir