Framsókn = Glæpaklíka?
Fyrir rúmum fjörutíu árum sagði framámaður í Sjálfsstæðisflokknum við mig:
„Framsóknarflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur heldur glæpaklíka, líkust mafíunni“.
Þessi orð féllu löngu áður en Framsóknarflokkurinn varð að ríkisreknum ríkisbubbaflokki. Áður en hann varð, með orðum Jóns Baldvins, „slitastjórn SíS“. Lengi var Framsókn aðallega leiður sveitalubba- og potflokkur, nú er hann orðinn auðvaldsskrímsli.
Kolbeinn Óttarsson Proppé segir í Kjarnanum að Kárahnjúkavirkjun og samningarnir við Alcoa um álver á Reyðarfirði hafi verið í boði Framsóknar. Þetta hafi verið liður í atkvæðakaupum flokksins. Þriðjungur íslenska rafmagnsins fari í þetta álver og það á gjafaverði. Kolbeini reiknast svo til að þessi uppákoma muni kosta Íslendinga 120 milljarða á þeim fjörutíu árum sem samningar verði í gildi.
Sé þetta rétt má velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að senda Framsóknarflokknum reikninginn fyrir allt sem hann hefur kostað þjóðarbúið. Kannski mætti senda Sjálfsstæðisflokknum viðlíka reikning.
Athugasemdir