Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

400 ára ártíð Shakespeares

Í dag eru liðin fjögur hundruð ár frá því William Shakespeare lést í heimabæ sínum Stratford upon Avon.

 

Um afrek hans þarf vart að fjölyrða, hann setti saman einhver merkustu leikrit sögunnar. Harmleiki á borð við HamletMakbeð, og konung, Rómeó  og Júlíu ógleymdum. Gamanleiki eins og Skassið tamið auk leikrita um enska konunga, ber þar hæst leikurinn um Ríkharð III.

Auk heldur var hann snjallt ljóðskáld,  orti sónhendur meistaralega. Svo hefst Sónhenda  XVIII:

„Shall I compare thee to a summer‘s day? No, thou art more fair and more temperate…“

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Harold Bloom hefur mikla helgi á Shakespeare og segir að hann sé hverfiásinn í vestrænni bókmenntasögu. Verk, skrifuð fyrir hans tíð, streymi til hans. Þau sem skrifuð hafi verið eftir hans daga streymi frá honum.

Bloom staðhæfir að Shakespeare hafi fundið mennskuna upp. Persónur í hans leikritum séu fyrst og fremst mannverur, ekki bara konungar, almúgamenn, þjónar Guðs eða leiksoppar örlaganna.

Það er eitthvað til í þessu. Hamlet Danaprins orkar á mann eins og einstaklingur fyrst og fremst, ekki aðallega konungssonur sem berst við grimm örlög. 

Hvorki trúin né hefðin veittu honum leiðsögn, hann gat aðeins treyst á sig sjálfan. Hann varð að skapa  sér örlög   með eigin ákvörðunum, velja á milli þess að vera sáttfús heigull eða riddari réttlætisins. Og  mælir þessi fleygu orð:

"To be or not to be

That is the question-

Whether  tis is Nobler in the Mind to suffer

The Slings and Arrows of outrageous Fortune

Or take Arms against a Sea of Trouble…"

 

Minnumst Shakespeares  í dag, minnumst svansins frá Avon.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni