1. maí, Dylan og Guthrie
Fyrsti maí í nánd, söngvar í huga.
Ekki bara baráttusöngvarnir frægu heldur líka söngvar Woody Guthries og Bob Dylans.
Guthrie samdi lag um útlagann Pretty Boy Floyd og leggur honum þessi orð í munn:
«Yes, as through this world I’ve wandered
I’ve seen lots of funny men;
Some will rob you with a six-gun,
Some with a fountain pen.
Kannast Íslendingar við menn sem ræna þjóðir með pennann einan að vopni?
Á plötu Dylans Times They Are A-Changin’ má finna lagið When The Ship Comes In:
Innan tíðar mun vindinn lægja því skipið mun sigla inn. Fiskarnir muni fagna því með söng og mávarnir brosa, sólin muni leggja gullið teppi á ströndina svo skipverjar fái stigið mjúklega niður.
Óvinirnir muni gera sitt besta til að rugla skipið í ríminu en enginn muni hlusta á þá. Þeir muni þá segjast ganga að öllum skilyrðum skipverja en þeir muni hrópa á móti «þið eruð búnir að vera».
Nær munu íslenskir launamenn sjósetja skipið? Hvenær siglir það inn í íslenskar hafnir?
Vonandi verður fyrsti maí 2016 dagurinn sem íslenskir launþegar manna fleyið, albúnir að hafa fagurgala auðvaldsins spillta að engu, þorandi að segja við þá sem ræna með pennanum
«Þið eruð búnir að vera».
Athugasemdir