Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

París dansar

París dansar

Þessi stutta kvikmynd er svar frönsku listakonunnar Louiza Benrezzak við hryðjuverkaárásunum í París í síðasta mánuði. Í síðustu stund er umfjöllun um tíunda hverfi, hverfið þar sem árásirnar áttu sér stað, en þetta vídjó fangar ágætlega fjölbreytileikann í hverfinu.

Það er kannski hallærislegt að nefna það að leikstjórinn sé íslandsvinur sem einnig sé að vinna að heimildarmynd um landið, en ég læt það flakka með. Ásamt smá broti úr greininni:

„Frá Le Petit Cambodge suður að Bataclan tónleikahöllinni sunnan við Place de la Republique (lýðveldis-torginu) er einn og hálfur kílómeter. Við Le Carillon og Le Petit Cambodge átti sér stað hrikaleg skotárás, inn á Bataclan fjöldamorð, en meirihlutinn af fórnarlömbunum létust þar. Bataclan var í miðju skotárásanna. Þaðan og að sportbarnum La Belle Equipe og bístrónum Comptoir Voltaire skammt frá Place Nation (þjóðar-torgið) er svo einn og hálfur kílómeter til viðbótar suðaustur. Þetta þriggja kílómetra svæði er margbrotið eins og Parísarborg öll. Þarna býr fólk af öllum stéttum og þjóðfélagshópum, trúlausir jafnt sem kristnir gyðingar og múslimar.“

París dansar. Það ríkja neyðarlög þar sem stór mannamót og mótmæli eru bönnuð en París dansar. París skapar list, Parísarbúar halda áfram að vera skapandi. Þegar sorgin var sem mest brást fólk við með því að hittast út á götu, syngja, dansa, spila tónlist, gera gjörninga á Place de la Republique. Þegar loftslagsráðstefnan hófst létu Parísarbúar neyðarlögin um lönd og leið, mynduðu mennska keðju, stilltu upp hundruðum skópara til að minna á gönguna sem átti að ganga, og sumir mótmæltu. Og þegar táragasið sem löggurnar notuðu til að brjóta upp mótmælin var stigið til himins hélt París áfram að dansa.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni