Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Lýðveldið afþakkar mótmæli; tár, bros og takkaskó

Lýðveldið afþakkar mótmæli; tár, bros og takkaskó

 

Um hádegið í dag söfnuðust aktivistar og áhugafólk um minni mengun og heim án gróðurhúsaáhrifa saman á Place de la Republique. Fólk hélt hönd í hönd og mynduð var keðja sem náði frá Republique (torgi lýðveldisins) niður á Nation (torgi þjóðarinnar), þriggja kílómetra leið. Hér má sjá hornið þar sem hin mennska keðja endaði:
 

 

Einnig voru skór skildir eftir á miðju torginu. Reyndar áttu skórnir að tákna andstöðu fólks við að láta hryðjuverkamenn og ríkisstjórnir þagga niður í röddum sínum. En þegar mannfjöldinn streymdi frá keðjunni sem mynduð var og út á torgið kom til átaka. Lögregla kastaði táragasi til að brjóta upp mannfjöldann. Stórar samkomur, kröfugöngur, mótmæli eða annað slíkt leyfast nefnilega ekki svo lengi sem neyðarástandið ríkir, en forsetinn og ríkisstjórn hans hafa einmitt lýst yfir vilja til að framlengja það (og breyta jafnvel stjórnarskránni þannig að forseti geti bæði lýst yfir viðhaldið slíku neyðarástandi án þess að fá samþykki þingsins). 

Á morgun hefst það sem sumir hafa kallað mikilvægustu ráðstefnu í sögu mannkynsins. Kannski er þetta seinasta tækifærið til að koma raunverulegum aðgerðum gegn gróðurhúsaáhrifum af stað. En þessi dagur endaði sumsé nokkurn veginn svona, í landi byltingarinnar eru mótmæli ekki lögleg og umhverfissinnar handteknir í fjöldavís.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni