Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Kynjakvótinn hans Baltasars

Kynjakvótinn hans Baltasars

Þorkell Harðarson kvikmyndagerðarmaður skýtur föstum skotum á Baltasar Kormák leikstjóra og framleiðanda á feisbók sinni. Sjá link. Það sé ekki sama „walking the walk“ og „talking the talk.“ (Ekki sama í orði og á borði heldur). Baltasar kom í stórt viðtal um daginn og talaði um nauðsyn þess að hafa kynjakvóta í kvikmyndaiðnaðinum og síðan þá hafa margir tekið undir, þar með talið menntamálaráðherra.

 

Það virðist reyndar vera alveg rétt hjá Baltasar. En það er skrítið að hann skildi sem framleiðandi á Ófærð, dýrustu sjónvarpsþáttaraðar í sögu Íslands, ekki ráða einn kvenkyns leikstjóra. Fjórir íslenskir leikstjórar koma að þáttunum: Baltasar Kormákur, Baldvin Z, Óskar Þór Axelsson og Börkur Sigþórsson. Allt mjög flottir og færir menn. Handritshöfundateymið er reyndar ósköp svipað: Sigurjón Kjartansson, Clive Bradley, Ólafur Egilsson og Jóhann Ævar Grímsson.

Ráðningar framleiðslufyrirtækis Baltasar, RVK Studios, á leikstjórateymi þáttaraðarinnar undirstrika vel þörfina fyrir kynjakvóta í kvikmyndaiðnaðinum. En það þarf samt ekki alltaf lagasetningu. Baltasar hefði t.d. alveg getað gefið einni konu sjéns án þess að menntamálaráðherra þyrfti að skerast í leikinn.
 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni